Auðvelt hjá Schumacher 10. október 2004 00:01 Hafi Michael Schumacher lent í ógöngum í leið sinni að sjöunda heimsmeistaratitli sínum í Formúlu 1 kappakstri að undanförnu komst hann á rétta braut aftur með góðum sigri á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Var sigur kappans aldrei alvarlega í hættu en næstur í mark kom hinn bróðirinn, Ralf Schumacher. Keppnin í Japan var að mörgu leyti frábrugðin öðrum slíkum þar sem tímatökur og keppnin sjálf fóru fram sama daginn. Ástæðan er mikill fellibylur sem gekk yfir Japan á laugardaginn með þeim afleiðingum að vatnselgur myndaðist víða á brautinni sem keppa átti á. Var því brugðið til þess ráðs að fresta tímatökum aðfararnótt laugardagsins og klára þær áður en keppnin hæfist síðustu nótt. Biðu þess vegna margir áhugamenn spenntir enda gafst ökumönnum mun minni tími til að fullprófa vélar sínar og læra á brautina en venja er. Gaf það góð fyrirheit um að óvænt úrslit gætu litið dagsins ljós en svo varð ekki. Michael Schumacher náði ráspól í tímatökunum og náði strax forystu í keppninni. Eftir það þurfti hann aldrei að líta til baka. Bróðir hans, Ralf, barðist allann tímann um annað sæti við Jenson Button hjá BAR-Honda en Button virtist aldei eiga nóg eftir til að gera alvarlega atlögu að Williams bíl Ralfs. Að keppninni lokinni mátti sjá bros læðast yfir varir Michael Schumacher en honum hefur gengið miður í síðustu tveimur keppnum. "Það sem gerði þetta forvitnilegra var óvissan um brautina vegna þess að tímatökurnar og keppnin fóru fram sama daginn. Við höfðum enga hugmynd um hvernig andstæðingar okkar hygðust bregðast við aðstæðum og við urðum að vinna okkar eigið skipulag öðruvísi en við höfum alltaf gert. Það setti strik í reikninginn en við vissum að með góðri byrjun þá ætti allt að ganga eftir:" Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Hafi Michael Schumacher lent í ógöngum í leið sinni að sjöunda heimsmeistaratitli sínum í Formúlu 1 kappakstri að undanförnu komst hann á rétta braut aftur með góðum sigri á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Var sigur kappans aldrei alvarlega í hættu en næstur í mark kom hinn bróðirinn, Ralf Schumacher. Keppnin í Japan var að mörgu leyti frábrugðin öðrum slíkum þar sem tímatökur og keppnin sjálf fóru fram sama daginn. Ástæðan er mikill fellibylur sem gekk yfir Japan á laugardaginn með þeim afleiðingum að vatnselgur myndaðist víða á brautinni sem keppa átti á. Var því brugðið til þess ráðs að fresta tímatökum aðfararnótt laugardagsins og klára þær áður en keppnin hæfist síðustu nótt. Biðu þess vegna margir áhugamenn spenntir enda gafst ökumönnum mun minni tími til að fullprófa vélar sínar og læra á brautina en venja er. Gaf það góð fyrirheit um að óvænt úrslit gætu litið dagsins ljós en svo varð ekki. Michael Schumacher náði ráspól í tímatökunum og náði strax forystu í keppninni. Eftir það þurfti hann aldrei að líta til baka. Bróðir hans, Ralf, barðist allann tímann um annað sæti við Jenson Button hjá BAR-Honda en Button virtist aldei eiga nóg eftir til að gera alvarlega atlögu að Williams bíl Ralfs. Að keppninni lokinni mátti sjá bros læðast yfir varir Michael Schumacher en honum hefur gengið miður í síðustu tveimur keppnum. "Það sem gerði þetta forvitnilegra var óvissan um brautina vegna þess að tímatökurnar og keppnin fóru fram sama daginn. Við höfðum enga hugmynd um hvernig andstæðingar okkar hygðust bregðast við aðstæðum og við urðum að vinna okkar eigið skipulag öðruvísi en við höfum alltaf gert. Það setti strik í reikninginn en við vissum að með góðri byrjun þá ætti allt að ganga eftir:"
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira