Sport

Erfitt hjá Schumacher í Sjanghæ

Fyrsta Formúlu 1 keppnin sem haldin hefur verið í Kína var að mörgu leyti skrýtin reynsla fyrir heimsmeistarann Michael Schumacher. Kappinn fór út af braut í tímatöku, var síðastur á ráspól, fór einnig út af í keppninni sjálfri og sprengdi dekk. Allt þetta varð til þess að Schumacher endaði aldrei þessu vant ekki í fyrsta sæti, heldur í því tólfta. Schumacher missir þó varla svefn yfir þessum úrslitum þar sem hann er fyrir löngu búinn að tryggja sér sjöunda heimsmeistaratitil sinn með yfirburðum, hefur unnið 12 af sextán mótum tímabilsins hingað til, og 82 keppnir á ferlinu. Á myndinni sést Schumacher óska liðsfélaga sínum, Rubens Barrichello, til hamingju en hinn síðarnefndi vann Sjanghæ kappaksturinn. Saman hafa þeir félagar tryggt Ferrari heimsmeistaratitil bílasmiða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×