Innlent

Eik styrkir Umhyggju

Eik, fasteignafélag í eigu Lýsingar og KB banka, hefur styrkt Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum, um 527 þúsund krónur. Forsvarsmenn Umhyggju þurftu aðeins að hafa fyrir því að fá peningana því 528 þúsundkrónu seðlar höfðu verið festir á útivegg í Þingholtsstræti. Forsvarsmenn samtakanna þurftu að plokka þá af veggnum. Haft var á orði að líklega hefði þetta verið dýrasta veggfóður Íslandssögunnar. Tilgangur veggfóðursins var að vekja athygli forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja á þeim kostum sem fylgja því að leigja atvinnuhúsnæði í stað þess að eiga það, auk þess sem Eik hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustuleið sem nefnist fasteignaráðgjöf og leit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×