Erlent

Heimsmet í sporðdrekasambúð

Kona frá Malasíu, hefur slegið heimsmet í sambýli með sporðdrekum. Nur Malena Hassan, sem kölluð er sporðdrekadrottningin hefur dvalið 33 daga í glerbúri ásamt 6 þúsund sporðdrekum. Þrátt fyrir að hafa ítrekað verið bitin af drekunum ætlar Hassan sér að dvelja þrjá daga til viðbótar í félagsskap skridýranna. Einu skiptin sem konan hugrakka yfirgefur búrið eru 15 mínútna klósettpásur einu sinni á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×