Allir fyrir einn 15. september 2004 00:01 Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun