Viðskipti innlent

Hótelgisting á hálfvirði

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis kynnti í gær samstarfssamning við alþjóðlegan afsláttarklúbb að nafni Hotel Express International. Í ávarpi Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra kom fram að yfir þrjár og hálf milljón manna um allan heim nýti sér þjónustu afsláttarklúbbsins. "Samningurinn sem nú liggur fyrir veitir viðskiptavinum SPRON aðgang að alþjóðlegu afsláttarkorti hjá Hotel Express International sem tryggir þeim 50 prósenta afslátt frá listaverði gistingar á liðlega fjögur þúsund hótelum í 135 löndum og ennfremur afslátt af flugfarseðlum og bílaleigubílum," sagði hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×