Sjálfstæðismenn takast á 5. september 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun