
Viðskipti innlent
Skoða Fróða

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að óformlegar viðræður hafi átt sér stað milli Norðurljósa og Fróða áður en Prentsmiðjan Oddi keypti Fróða. Um það hvort Norðurljós hafi í hyggju að kaupa útgáfu tímarita Fróða af Odda segir Skarphéðinn: "Við höfum áhuga á að hefja útgáfu tímarita og hvort það verður með því að setja á stofn tímarit eða kaupa einvher sem eru markaðinum. Við sjáum talsverð tækifæri í því að gefa út tímarit."