Þjóðarbúskapurinn 27. ágúst 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Nýlega unnu Íslendingar sigur á Slóvenum í handbolta í Aþenu. Ekki hvarflaði að okkur annað en við gætum sigrað Slóveníu; spurningin var bara hvort það tækist í þetta sinn. Ekki leiddum við hugann að því að þarna væri um að ræða mun fjölmennari þjóð. Bandarískur gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík var nýlega að velta fyrir sér því sem væri líkt og ólíkt með Íslandi og Bandaríkjunum. Hann nefndi meðal annars að fólksfjöldi á Íslandi væri einn þúsundasti af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á hinn bóginn væri landsframleiðsla á mann mjög svipuð í löndunum tveimur eða um 30 þúsund dalir á Íslandi samanborið við ríflega 36 þúsund dali í Bandaríkjunum í fyrra. Íslendingar sjá almennt ekki smæð þjóðarinnar sem vandamál. Ýmis fyrirtæki hafa á síðustu misserum sótt mjög á á alþjóðamarkaði. Það hvarflar ekki að okkur að þangað ættum við ef til vill ekki erindi. Stórhugann má meðal annars sjá í útrás bankanna og Baugsmanna. Minnimáttarkennd vegna smæðar hefur sjaldan háð Íslendingum. Fjöldi íbúa í Slóveníu er 2 milljónir. Slóvenía var hluti af gömlu Júgóslavíu áður en hún hlaut sjálfstæði árið 1991. Um er að ræða vestasta hluta gömlu Júgóslavíu sem ávallt hefur haft mikil viðskipti við nágrannaríkin, Austurríki og Ítalíu. Íbúar Slóveníu eru framsýnir og sem dæmi má nefna þá var stofnaður viðskiptaháskóli þar á árinu 1986, nokkru áður en járntjaldið féll. Efnahagsástandið í Slóveníu er nú tiltölulega gott. Hagvöxtur nam 2,3% á síðasta ári. Landsframleiðsla á mann er reyndar töluvert minni en á Íslandi og í Bandaríkjunum, eða ríflega 18 þúsund dalir á mann. Þetta er aftur á móti hærri landsframleiðsla á mann en í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Atvinnuleysi er 6,7%. Á þessu ári er spáð 3,6% hagvexti í Slóveníu miðað við 4,3% á Íslandi. Þá gekk Slóvenía í Evrópusambandið fyrr á þessu ári. Ég fór til Slóveníu fyrr í sumar og naut þar gestrisni innfæddra, auk þess að njóta hinnar gífurlega fallegu náttúru landsins. Ég sá framsýna menntaða þjóð í fallegu landi þar sem möguleikarnir væru óþrjótandi. Frá Slóvenum heyrðist hins vegar oftar en ekki: Já, en við erum svo smá þjóð. Ég velti því fyrir mér hvort það væri stórhugur Íslendinga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. Ætli við gætum gert þetta viðhorf að útflutningsvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Nýlega unnu Íslendingar sigur á Slóvenum í handbolta í Aþenu. Ekki hvarflaði að okkur annað en við gætum sigrað Slóveníu; spurningin var bara hvort það tækist í þetta sinn. Ekki leiddum við hugann að því að þarna væri um að ræða mun fjölmennari þjóð. Bandarískur gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík var nýlega að velta fyrir sér því sem væri líkt og ólíkt með Íslandi og Bandaríkjunum. Hann nefndi meðal annars að fólksfjöldi á Íslandi væri einn þúsundasti af fólksfjölda Bandaríkjanna. Á hinn bóginn væri landsframleiðsla á mann mjög svipuð í löndunum tveimur eða um 30 þúsund dalir á Íslandi samanborið við ríflega 36 þúsund dali í Bandaríkjunum í fyrra. Íslendingar sjá almennt ekki smæð þjóðarinnar sem vandamál. Ýmis fyrirtæki hafa á síðustu misserum sótt mjög á á alþjóðamarkaði. Það hvarflar ekki að okkur að þangað ættum við ef til vill ekki erindi. Stórhugann má meðal annars sjá í útrás bankanna og Baugsmanna. Minnimáttarkennd vegna smæðar hefur sjaldan háð Íslendingum. Fjöldi íbúa í Slóveníu er 2 milljónir. Slóvenía var hluti af gömlu Júgóslavíu áður en hún hlaut sjálfstæði árið 1991. Um er að ræða vestasta hluta gömlu Júgóslavíu sem ávallt hefur haft mikil viðskipti við nágrannaríkin, Austurríki og Ítalíu. Íbúar Slóveníu eru framsýnir og sem dæmi má nefna þá var stofnaður viðskiptaháskóli þar á árinu 1986, nokkru áður en járntjaldið féll. Efnahagsástandið í Slóveníu er nú tiltölulega gott. Hagvöxtur nam 2,3% á síðasta ári. Landsframleiðsla á mann er reyndar töluvert minni en á Íslandi og í Bandaríkjunum, eða ríflega 18 þúsund dalir á mann. Þetta er aftur á móti hærri landsframleiðsla á mann en í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Atvinnuleysi er 6,7%. Á þessu ári er spáð 3,6% hagvexti í Slóveníu miðað við 4,3% á Íslandi. Þá gekk Slóvenía í Evrópusambandið fyrr á þessu ári. Ég fór til Slóveníu fyrr í sumar og naut þar gestrisni innfæddra, auk þess að njóta hinnar gífurlega fallegu náttúru landsins. Ég sá framsýna menntaða þjóð í fallegu landi þar sem möguleikarnir væru óþrjótandi. Frá Slóvenum heyrðist hins vegar oftar en ekki: Já, en við erum svo smá þjóð. Ég velti því fyrir mér hvort það væri stórhugur Íslendinga sem hefði umfram annað fleytt okkur svo langt í efnahagsmálum. Ætli við gætum gert þetta viðhorf að útflutningsvöru?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar