Afreksmaður á Laugardalsvelli 19. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun