Sport

Brasilíska deildin ferlega léleg

Brasilíski knattspyrnumaðurinn góðkunni Romario segist oft hafa íhugað að leggja skóna á hilluna síðastliðin 10 ár en kappinn er orðinn 38 ára gamall. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að hann sé enn að spila vera þá að brasilíska deildin sé svo ferlega léleg: "Ég verð einfaldlega að hjálpa til og leiðbeina ungu strákunum því ég er enn einn af bestu mönnum deildarinnar." Romario útilokar að snúa sér að þjálfun eftir að hann hættir að spila en hann er annálaður gleðipinni sem heimsækir næturklúbbana 365 sinnum á ári: "Hvernig heldurðu að æfingarnar yrðu ef ég væri að þjálfa, allir mættir nema ég!," sagði Romario sem meðal annars varð heimsmeistari með Brasilíumönnum árið 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×