Sport

Þórdís ekki með í vetur

Kvennalið FH í handbolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins, mun Þórdís Brynjólfsdóttir, leikstjórnandi liðsins, ekki spila með á næstu leiktíð af persónulegum ástæðum. FH-ingar eru þegar farnir að leita að leikmanni til að fylla skarð Þórdísar, sem verður án efa vandfyllt, en fer hér einn besti leikmaður deildarinnar. FH-liðið, undir stjórn Sigurðar Gunnarssonar, stóð sig mjög vel á síðastliðnu tímabili og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar en beið þar lægri hlut gegn ÍBV eftir hörkurimmu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×