Sport

Saha í uppskurð

Það sér ekki fyrir endann á meiðslavandræðunum hjá bikarmeisturum Manchester United. Nú lítur út fyrir að sóknarmaðurinn franski, Louis Saha, verði ekki komin á ról fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Hnémeiðsli eru að angra hann og nú er ljóst að hann þarf að gangast undir uppskurð vegna þeirra. Eins og staðan er hjá United í dag er Alan Smith í raun eini frambærilegi framherjinn sem liðið getur teflt fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×