Sport

Iverson með fjölda stöðumælasekta

Körfuknattleiksmaðurinn Allen Iverson, sem leikur með Philadelphiu 76ers í NBA-deildinni, skuldar meira en 1.700 dollara í stöðumælasektir að því er kemur fram í fjölmiðlum í Philadelphiu. Sektirnar nú eru tilkomnar vegna þess að Iverson lagði bifreið sinni, af Rolls Royce gerð, í stæði fyrir fatlaða á flugvelli, og skildi hann þar eftir í viku. Talandi um virðingarleysi og viðbjóðslegan hroka! Frá því í mars árið 2001 hefur Iverson fengið að minnsta kosti 65 stöðumælasektir og þegar greitt 2.800 dollara vegna þeirra. Iverson er nú staddur í Aþenu þar sem hann tekur þátt í ólympíuleikunum með bandaríska körfuknattleiksliðinu. Lögmaður hans hefur neitað að tjá sig um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×