Erlent

Önnur sprengja á Spáni

Fyrstu tíðindi af sprengingunni í Santander á Spáni eru að hún hafi verið minniháttar og líklega séu engir sárir. Einnig heyrðist sprenging í Gijon-borg nú fyrir stundu en ekki liggur fyrir um mannskaða þar. Spænska lögreglan hefur eftir starfsmönnum dagblaðs á Norður-Spáni þar sem báðar borgirnar eru að þeir hafi fengið viðvörun um sprengingarnar í nafni spænsku hryðjuverkasamtakanna ETA.     



Fleiri fréttir

Sjá meira


×