Sport

Marel og Kári úti

Marel Baldvinsson, Lokeren, og Kári Árnason, Víkingi, verða ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Ítölum á Laugardalsvellinum næstkomandi miðvikudag. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson fækkuðu um tvo leikmenn í morgun en til stóð að fækka um fjóra. Það varð að samkomulagi við Ítalina að vera með 20 leikmenn. Leyfilegt er að skipta um sex leikmenn í hvoru liði ef báðar þjóðir samþykkja. Um hundrað ítalskir fjölmiðlamenn koma til landsins vegna vináttuleiksins en um er að ræða blaðamenn, ljósmyndara, sjónvarpsfólk, útvarpsfólk og tæknimenn af ýmsu tagi.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×