Sport

Francis Jeffers til Charlton

Francis Jeffers, leikmaður Arsenal, mun væntanlega spila sem lánsmaður hjá Charlton Athletic í vetur. Arsenal keypti Jeffers fyrir væna summu árið 2001 en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu og var lánaður til Everton á síðasta tímabili. Sú dvöl endaði illa því leikmanninum og David Moyes, framkvæmdastjóra Everton, og Jeffers lenti saman síðastliðið vor og þar með varð ekkert úr því að Everton keypti leikmanninn eins og til stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×