Sport

Carr til Newcastle

Írski landsliðsbakvörðurinn Stephen Carr, sem leikið hefur með enska knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspurs, er genginn í raðir Newcastle United. Carr, sem er 27 ára gamall, gekk í raðir Tottenham árið 1992 þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur leikið með þeim alla tíð síðan. Hann gengur hins vegar til liðs við Toon-herinn í norðri á morgun að lokinni læknisskoðun. Kaupverðið á Carr hefur ekki verið gefið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×