Ýmislegt slúður úr íþróttaheiminum 7. ágúst 2004 00:01 Murphy á förum Miðjumaðurinn Danny Murphy er að öllum líkindum á förum frá Liverpool eftir að hafa átt fund með Rafa Benitez, stjóra liðsins. Þar á Benitez að hafa sagt við Murphy að hann yrði ekki fastamaður í liðinu í vetur og að félagið hefði tekið tilboðum frá Tottenham, Charlton og Everton. Ekki fylgir sögunni hversu hátt kaupverðið á Murphy sé. Með hliðsjón af því að Vladimir Smicer verður frá nánast allt tímabilið þykir mjög undarlegt að Benitez sé að láta einn af sínum fáu miðjumönnum fara og þykir brotthvarf Murphy benda til þess að hann hafi þegar samið við staðgengil hans. Anderton til Birmingham Fyrrverandi leikmaður Tottenham, miðjumaðurinn Darren Anderton, mun á næsta sólarhring skrifa undir árs langan samning við lið Birmingham. Anderton, sem hefur verið orðaður við fjölmörg 1. deildarlið á síðustu vikum, hefur æft með Birmingham allt undirbúningstímabilið og náð að sannfæra Steve Bruce um að hann kunni ennþá sitthvað fyrir sér í faginu. Íslendingar í eldlínunni Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Watford og Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í tapleiknum gegn Preston í ensku 1. deildinni sem hófst í gær. Bjarni Guðjónsson var í byrjunarliði Coventry gegn Sunderland og Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem sigraði Brighton á heimavelli. Jóhannes Karl Guðjónsson var hinsvegar ekki í leikmannahópi Leicester sem gerði markalaust jafntefli við West Ham. Payton til Boston Gary Payton fór í gær frá Los Angeles Lakers og gekk til liðs við Bostin Celtics í NBA-deildinni í körfubolta. Alls voru fimm leikmenn innifaldir í félagsskiptunum á milli félaganna og m.a. fer Rick Fox einnig til Boston. Lakers fengu í staðinn leikstjórnandann Chucky Atkins frá Boston og fyrsta valrétt í nýliðavalinu að ári. Rooney í stað Viera?Real Madrid er sagt ætla að bjóða Everton 3,5 milljarða króna fyrir sóknarmanninn Wayne Rooney ef að þeir missa af Patrick Viera, miðjumanni Arsenal, en hann er sá sem er númer eitt á innkaupalista liðsins. Rooney á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Everton og eru forráðamenn Real sagðir ætla að bjóða Rooney svo góðan samning að honum verði gjörsamlega fyrirmunað að vilja halda áfram hjá Everton. Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Murphy á förum Miðjumaðurinn Danny Murphy er að öllum líkindum á förum frá Liverpool eftir að hafa átt fund með Rafa Benitez, stjóra liðsins. Þar á Benitez að hafa sagt við Murphy að hann yrði ekki fastamaður í liðinu í vetur og að félagið hefði tekið tilboðum frá Tottenham, Charlton og Everton. Ekki fylgir sögunni hversu hátt kaupverðið á Murphy sé. Með hliðsjón af því að Vladimir Smicer verður frá nánast allt tímabilið þykir mjög undarlegt að Benitez sé að láta einn af sínum fáu miðjumönnum fara og þykir brotthvarf Murphy benda til þess að hann hafi þegar samið við staðgengil hans. Anderton til Birmingham Fyrrverandi leikmaður Tottenham, miðjumaðurinn Darren Anderton, mun á næsta sólarhring skrifa undir árs langan samning við lið Birmingham. Anderton, sem hefur verið orðaður við fjölmörg 1. deildarlið á síðustu vikum, hefur æft með Birmingham allt undirbúningstímabilið og náð að sannfæra Steve Bruce um að hann kunni ennþá sitthvað fyrir sér í faginu. Íslendingar í eldlínunni Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Watford og Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í tapleiknum gegn Preston í ensku 1. deildinni sem hófst í gær. Bjarni Guðjónsson var í byrjunarliði Coventry gegn Sunderland og Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem sigraði Brighton á heimavelli. Jóhannes Karl Guðjónsson var hinsvegar ekki í leikmannahópi Leicester sem gerði markalaust jafntefli við West Ham. Payton til Boston Gary Payton fór í gær frá Los Angeles Lakers og gekk til liðs við Bostin Celtics í NBA-deildinni í körfubolta. Alls voru fimm leikmenn innifaldir í félagsskiptunum á milli félaganna og m.a. fer Rick Fox einnig til Boston. Lakers fengu í staðinn leikstjórnandann Chucky Atkins frá Boston og fyrsta valrétt í nýliðavalinu að ári. Rooney í stað Viera?Real Madrid er sagt ætla að bjóða Everton 3,5 milljarða króna fyrir sóknarmanninn Wayne Rooney ef að þeir missa af Patrick Viera, miðjumanni Arsenal, en hann er sá sem er númer eitt á innkaupalista liðsins. Rooney á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Everton og eru forráðamenn Real sagðir ætla að bjóða Rooney svo góðan samning að honum verði gjörsamlega fyrirmunað að vilja halda áfram hjá Everton.
Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira