Sport

Enginn náði ÓL-lágmörkum

Vala Flosadóttir, Magnús Aron Hallgrímsson og Sunna Gestsdóttir, helstu vonarstjörnurnar um að fá fleiri íslenska þáttakendur á Ólympíleikunum, náðu ekki tilsettum lágmörkum á bikarkeppni FRÍ sem lauk nú rétt áðan. Vala sigraði í stangarstökkskeppninni en stökk ekki nema 4,15 metra. Ólympíulágmarkið í greininni er 4,40 metrar. Magnús Aron Hallgrímsson hefði þurft að kasta kringlunni 62 metra til að komast á ÓL en náði best 57,05 metrum og mun því ekki fara til Aþenu. Aðstæður til langsstökks voru mjög vondar í Kaplakrika í gær og var Sunna því langt frá lágmarkinu. Það voru FH-ingar sem báru sigur úr býtum enn eitt árið en stóð það á tæpasta vaði í þetta sinn því ekki munaði nema hálfu stigi á FH og UMSS. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein, sem var 1000 metra boðhlaup kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×