Sport

Reifst ekki við Sir Bobby

Alan Shearer neitar því að hann hafi lent í rifrildi við framkvæmdastjóra Newcastle, Sir Bobby Robson, eftir að Shearer var tekin af velli á 60. mínútu í tapleik gegn Glasgow Celtic. Þetta var annar leikurinn í röð sem Shearer er tekinn af velli á þessum tímapunkti og í bæði skiptin hefur Patrick Kluivert leyst hann af hólmi en þeir félagar hafa enn ekki spilað saman frá því að Kluivert kom til félagsins fyrir skömmu. "Það er allt í góðu á milli framkvæmdastjórans og mín," sagði Shearer og bætti við: "Ef við ætlum að gera eitthvað af viti í vetur verða allir að standa saman og setja hagsmuni félagsins ofar sínum eigin. Ég hef hins vegar aðeins verið með í 90 mínútur í einum leik á undirbúningstímabilinu og vonandi næ ég fleirum áður en við mætum Middlesborough í fyrsta leik. Ég er ekki kominn í mitt besta form en á þessum tíma eru auðvitað fáir leikmenn í sínu besta formi," sagði gamli enski landsliðsfyrirliðinn, Alan Shearer



Fleiri fréttir

Sjá meira


×