Sport

Beckham sendir Scholes kveðju

Fyrirliði enska landsliðsins, David Beckham, sendir fyrrum félaga sínum hjá Manchester United og landsliðinu, Paul Scholes, hlýjar kveðjur í tilefni af ákvörðun Scholes um að leggja landsliðsskóna á hilluna. "Ég hef spilað með Scholes frá því ég var 15 ára og hann er einn besti enski leikmaður allra tíma. Ég ber virðingu fyrir honum sem persónu og leikmanni og óska honum alls hins besta," sagði Beckham. Á sjö ára ferli sínum með landsliðinu lék Scholes 66 leiki og skoraði í þeim 14 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×