Sport

Roma kaupir tvo landsliðsmenn

Ítalska knattspyrnuliðið, AS Roma, hefur fest kaup á tveim leikmönnum fyrir komandi átök vetrarins. Báðir eru leikmennirnir ítalskir landsliðsmenn. Annar heitir Simone Perotta og kemur frá Chievo en hinn heitir Matteo Ferrari og var áður á mála hjá Parma. Perotta á að fylla skarð Walters Samuels, sem seldur var til spænska liðsins, Real Madrid, og Ferrari, skarð Brasilíumannsins, Emersons, sem seldur var til ítalska liðsins, Juventus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×