Sport

Bolton og Mallorca vilja Diouf

Blöð í Englandi greina frá því að enska úrvalsdeildarfélagið, Bolton Wanderers, og spænska efstudeildarliðið, Real Mallorca, vilji fá Senegalann, El-Hadji Diouf til liðs við sig frá enska úrvalsdeildarfélaginu, Liverpool. Leikmaðurinn, sem kom til félagsins eftir HM 2002, er ekki inni í framtíðaráætlunum Liverpool en hann sjálfur hefur hingað til ekki viljað fara. Þá hefur spænska efstudeildarliðið Malaga, sýnt leikmanninum áhuga en hann er ekki spenntur fyrir því að fara þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×