Sport

Mónakó vill Anelka

Fransmaðurinn Nicholas Anelka, leikmaður Manchester City, gæti verið á leiðinni til Frakklandsmeistaranna Mónakó. Framkvæmdastjóri félagsins, Frakkinn Didier Deschamps, hefur átt í lauslegum viðræðum við leikmanninn en ekkert er ákveðið. Vitað er af áhuga Anelka að færa sig um set til Mónakó og liggja þar helst tvær ástæður að baki; hann vill snúa aftur til heimalandsins og þá freistar það hans mjög að Mónakó spilar í meistaradeildinni. City vill alls ekki missa Anelka úr sínum herbúðum en fjárhagsvandræði félagsins gera það að verkum að það getur líklega ekki sagt nei við tilboði frá Mónakó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×