Sport

Mutu líklega til Juventus

"Það er 99% öruggt að Adrian Mutu fari sem lánsmaður til Juventus," sagði umboðsmaður leikmannsins, Ioan Becali, og bætti við: "Mutu hefur ekki áhuga á að vera áhorfandi að leikjunum í vetur, hann vill spila." Rúmeninn, Mutu kom til Chelsea í fyrra frá ítalska liðinu Parma fyrir 15 milljónir punda. Eftir að Jose Mourinho tók við stjórninni hjá Chelsea hefur Mutu fallið æ neðar í goggunarröðinni og er sem stendur fjórði valkostur í sóknarlínu liðsins og það sættir hann sig ekki við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×