Viðskipti erlent

Google of dýrt?

Fjárfestar í Bandaríkjunum er farnir að efast um að hlutafjárútboð fyrirtækisins Google, sem rekur vinsælustu leitarvélina á netinu, sé eins freistandi og áður var talið. Forsvarsmenn Google hafa látið í ljós að þeir telji að verð á hlut eigi að vera hærra en eitt hundrað dalir en samkvæmt því er félagið um þrjú þúsund milljarða króna virði. Sérfræðingar telja að hátt verð á hverjum hlut geti verið óheppilegt fyrir fjárfesta, betra sé að hækka nafnverð bréfanna þannig að hver hlutur á markaði sé ódýrari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×