Frá degi til dags 19. júlí 2004 00:01 Þingmenn sem þegja Eitt furðulegasta fyrirbærið á Alþingi Íslendinga eru þingmenn sem þegja - hafa sig lítt eða ekkert í frammi í þinginu og heyrast sjaldan eða aldrei í ræðustól. Von er að menn spyrji til hvers þetta blessaða fólk hafi verið að gefa kost á sér til þingstarfa. Ekki nóg með að það þegi á vinnustað sínum heldur sjást sjaldan eftir það blaðagreinar eða pistlar á netinu. Alþingismenn njóta ýmissa fríðinda, til dæmis fá þeir ókeypis tölvur og farsíma og þingið greiðir kostnað við að halda úti vefsíðum þeirra sem það kjósa. Ef marka má lista yfir heimasíður alþingismanna á vefsíðu Alþingis (althingi.is) hafa aðeins 25 af 63 þingmönnum sýnt því áhuga að hasla sér völl á netinu. En ekki tekur betra við þegar farið er að smella á tenglana inn á þessar 25 vefsíður. Þá kemur í ljós að þær eru flestar óvirkar og óuppfærðar mánuðum og jafnvel árum saman. Þorri þingmanna, sem heldur úti vefsíðu, virðist með öðrum orðum fátt hafa að segja við kjósendur sína sem vafra um á netinu. Má í því sambandi minna á að allur þorri íslenskra heimila er nettengdur. Ögmundur sækir á Björn Lofsverðar undantekningar eru frá þessari þögn þingmanna á netinu. Fremstur í flokki er, eins og alþjóð veit, Björn Bjarnason ráðherra (bjorn.is), en á undanförnum mánuðum hefur hann fengið harða samkeppni frá Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, sem heldur úti líflegri vefsíðu (ogmundur.is). Aðrir þingmenn sem uppfæra reglulega eru helst Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin Sigurðsson, Helgi Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr Samfylkingu og Hjálmar Árnason úr Framsóknarflokki. Þá sýnir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, viðleitni til að halda versíðu sinni lifandi. Flestir aðrir alþingismenn haga sér gagnvart netinu eins og þreyttir og syfjaðir embættismenn. Er skömm að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þingmenn sem þegja Eitt furðulegasta fyrirbærið á Alþingi Íslendinga eru þingmenn sem þegja - hafa sig lítt eða ekkert í frammi í þinginu og heyrast sjaldan eða aldrei í ræðustól. Von er að menn spyrji til hvers þetta blessaða fólk hafi verið að gefa kost á sér til þingstarfa. Ekki nóg með að það þegi á vinnustað sínum heldur sjást sjaldan eftir það blaðagreinar eða pistlar á netinu. Alþingismenn njóta ýmissa fríðinda, til dæmis fá þeir ókeypis tölvur og farsíma og þingið greiðir kostnað við að halda úti vefsíðum þeirra sem það kjósa. Ef marka má lista yfir heimasíður alþingismanna á vefsíðu Alþingis (althingi.is) hafa aðeins 25 af 63 þingmönnum sýnt því áhuga að hasla sér völl á netinu. En ekki tekur betra við þegar farið er að smella á tenglana inn á þessar 25 vefsíður. Þá kemur í ljós að þær eru flestar óvirkar og óuppfærðar mánuðum og jafnvel árum saman. Þorri þingmanna, sem heldur úti vefsíðu, virðist með öðrum orðum fátt hafa að segja við kjósendur sína sem vafra um á netinu. Má í því sambandi minna á að allur þorri íslenskra heimila er nettengdur. Ögmundur sækir á Björn Lofsverðar undantekningar eru frá þessari þögn þingmanna á netinu. Fremstur í flokki er, eins og alþjóð veit, Björn Bjarnason ráðherra (bjorn.is), en á undanförnum mánuðum hefur hann fengið harða samkeppni frá Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, sem heldur úti líflegri vefsíðu (ogmundur.is). Aðrir þingmenn sem uppfæra reglulega eru helst Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin Sigurðsson, Helgi Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr Samfylkingu og Hjálmar Árnason úr Framsóknarflokki. Þá sýnir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, viðleitni til að halda versíðu sinni lifandi. Flestir aðrir alþingismenn haga sér gagnvart netinu eins og þreyttir og syfjaðir embættismenn. Er skömm að því.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar