Það er ungt og leikur sér 18. júlí 2004 00:01 Tölvuleikir - Þórdís Sveinsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði Á sjónvarpsskjánum sjáum við unglinspilt sitja við tölvu. Við sjáum aðeins hnakkann á honum og er myndavélin gægist yfir öxlina á honum sjáum við útlimi og höfuð fljúga um á tölvuskjánum. Blóð slettist upp um alla veggi þar sem hann veður um alvopnaður í þessum óhugnanlega heimi og skýtur á allt sem hrærist. Þessi fréttamynd er orðin eins kunnugleg og sú af riðuveiku kúnni sem veltist um í drullusvaði einhvers staðar í Bretlandi og andlitsmyndin af klónuðu kindinni Dolly. Fréttaumfjöllun um tölvuleiki snýst að mestu um ofbeldi sem í þeim er að finna og er því er ekki nema von að fólki bregði í brún þegar "könnun á tölvuleikjafíkn unglinga" leiðir í ljós að "fjórði hver 15 ára strákur á Íslandi er fjóra klukkutíma eða lengur í tölvuleikjum á dag" (Hrafn Jökulsson, Bakþankar í Fréttablaðinu 21. júní sl.). Réttast þykir Hrafni að draga þá ályktun að íslenska þjóðin sé að "ala upp heila kynslóð sem er þrautþjálfuð í manndrápum". Það er ekkert sem kemur á óvart í umræðu Hrafns Jökulssonar um hættur tölvuleikjanna, röksemdafærsla hans er mjög dæmigerð fyrir þá kynslóð sem ekki ólst upp við tölvuleiki og þekkir þá af slæmu einu saman. Tvennt stendur upp úr í þessari umræðu: annars vegar er sú tilhneiging að setja alla tölvuleiki undir sama hatt og hins vegar sú sannfæring að leikmenn sem spila svo kallaða fyrstupersónu skotleiki (FPS) séu einangraðir fyrir framan tölvuskjá -- þrautþjálfaðar drápsvélar framtíðarinnar. Sannleikurinn er sá að tölvuleikir eru jafn margbreytilegir og fólkið sem spilar þá. Það er einfaldlega ekki hægt að halda því fram að af því að einn af hverjum fjórum fimmtán ára piltum spilar tölvuleiki að herdeildir framtíðarinnar séu í sköpun. Í þessum dramatíska málflutningi kemur til dæmis hvergi fram hvaða leiki þessir drengir eru eru að spila! Eru þeir að þrífa baðherbergið í The Sims, fletta spilum í Solitaire, kaupa og selja fótboltamenn í Championship Manager eða að reyna að verða Jedi riddari i Star Wars Galaxies? Allt ólíkar leiðir til skemmtunar en eiga sameiginlegt að falla undir flokkinn tölvuleikir og þess vegna fordæmdar af foreldrum og þeim sem eldri eru. Ef svo skyldi vilja til að blessuð börnin væru að bjarga gíslum úr klóm hryðjuverkamanna í Counter Strike (CS) eins og mörg hver leggja stund á virðist leiðin til glötunar vera hrein og bein ef marka má ríkjandi umræðu í þjóðfélaginu. CS er nefnilega einn af hinum ógurlegu fyrstupersónu skotleikjum (FPS) sem hafa orðið gífurlega vinsælir sérstaklega eftir að hægt var að spila þá á netinu. Þar skipta leikmenn sér upp í lið og spila leikinn til að ná ákveðnu markmiði sem gæti til dæmis verið að bjarga gíslum eða að aftengja sprengju. Þá kemur í hlut hins liðsins að verja bæði gíslana og sprengjuna þangað til tíminn er uppurinn. Yfirleitt falla margir í valinn í þessum leikjum, alveg eins og í skák þar sem peðum, riddurum og hrókum er miskunnarlaust sópað út af borðinu í sókn að kónginum sjálfum. Eins og í skák þarf gífurlega æfingu til að verða góður í CS, leikurinn snýst ekki einungis um að hlaupa um og skjóta á allt sem hreyfist. Liðið þarf að skipuleggja sig vel, leikmenn þurfa að hafa gott vald á samhæfingu augna og handa og vera fljótir til. Leikir eins og CS krefjast mikilla pælinga og leikmenn þurfa að þjálfa upp með sér kænsku, útsjónarsemi og rökhugsun ef vel á að ganga. Þessir leikir eru mjög félagslegir í eðli sínu, leikmenn geta spjallað sín á milli inni í leiknum, sem og á spjallborðum og á Internetinu. Leikjakeppnir eru haldnar hérlendis og erlendis og gefst keppendum þá kostur á að hitta aðra leikmenn og ræða tækni og fleira sem brennur á þeim í hvert skipti. Ég tel að foreldrar geti verið alveg rólegir yfir því að börn þeirra spili tölvuleiki svo lengi sem reglum um aldurstakmörk er fylgt. Ég vil líka eindregið mæla með því að foreldrar sýndu leikjum áhuga og tækju jafnvel þátt, því margir eru hin besta skemmtun. Á þann hátt geta þau nálgast krakkana á þeirra plani, fylgst með og lagt eitthvað til málanna. Ég tel að best sé að foreldrar meti sjálfir, og byggi þá helst á eigin reynslu, hvað börnunum er fyrir bestu en láti hræðsluáróður sem vind um eyru þjóta. Það síðasta sem ég vil leggja til er að fólk taki sér andartak til að hugsa um hvort að ofbeldi og stríðsbrölt hafi í raun og veru byrjað með tilkomu tölvuleikja. Hvar lærðu menn hér áður fyrr herkænsku og manndráp? Var það kannski í hinum aldagamla stríðsleik skákinni, þeim leik sem hefur alltaf þótt endurspegla gáfur og mikilfengleik andans? Eða er málið kannski ekki svo einfalt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tölvuleikir - Þórdís Sveinsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði Á sjónvarpsskjánum sjáum við unglinspilt sitja við tölvu. Við sjáum aðeins hnakkann á honum og er myndavélin gægist yfir öxlina á honum sjáum við útlimi og höfuð fljúga um á tölvuskjánum. Blóð slettist upp um alla veggi þar sem hann veður um alvopnaður í þessum óhugnanlega heimi og skýtur á allt sem hrærist. Þessi fréttamynd er orðin eins kunnugleg og sú af riðuveiku kúnni sem veltist um í drullusvaði einhvers staðar í Bretlandi og andlitsmyndin af klónuðu kindinni Dolly. Fréttaumfjöllun um tölvuleiki snýst að mestu um ofbeldi sem í þeim er að finna og er því er ekki nema von að fólki bregði í brún þegar "könnun á tölvuleikjafíkn unglinga" leiðir í ljós að "fjórði hver 15 ára strákur á Íslandi er fjóra klukkutíma eða lengur í tölvuleikjum á dag" (Hrafn Jökulsson, Bakþankar í Fréttablaðinu 21. júní sl.). Réttast þykir Hrafni að draga þá ályktun að íslenska þjóðin sé að "ala upp heila kynslóð sem er þrautþjálfuð í manndrápum". Það er ekkert sem kemur á óvart í umræðu Hrafns Jökulssonar um hættur tölvuleikjanna, röksemdafærsla hans er mjög dæmigerð fyrir þá kynslóð sem ekki ólst upp við tölvuleiki og þekkir þá af slæmu einu saman. Tvennt stendur upp úr í þessari umræðu: annars vegar er sú tilhneiging að setja alla tölvuleiki undir sama hatt og hins vegar sú sannfæring að leikmenn sem spila svo kallaða fyrstupersónu skotleiki (FPS) séu einangraðir fyrir framan tölvuskjá -- þrautþjálfaðar drápsvélar framtíðarinnar. Sannleikurinn er sá að tölvuleikir eru jafn margbreytilegir og fólkið sem spilar þá. Það er einfaldlega ekki hægt að halda því fram að af því að einn af hverjum fjórum fimmtán ára piltum spilar tölvuleiki að herdeildir framtíðarinnar séu í sköpun. Í þessum dramatíska málflutningi kemur til dæmis hvergi fram hvaða leiki þessir drengir eru eru að spila! Eru þeir að þrífa baðherbergið í The Sims, fletta spilum í Solitaire, kaupa og selja fótboltamenn í Championship Manager eða að reyna að verða Jedi riddari i Star Wars Galaxies? Allt ólíkar leiðir til skemmtunar en eiga sameiginlegt að falla undir flokkinn tölvuleikir og þess vegna fordæmdar af foreldrum og þeim sem eldri eru. Ef svo skyldi vilja til að blessuð börnin væru að bjarga gíslum úr klóm hryðjuverkamanna í Counter Strike (CS) eins og mörg hver leggja stund á virðist leiðin til glötunar vera hrein og bein ef marka má ríkjandi umræðu í þjóðfélaginu. CS er nefnilega einn af hinum ógurlegu fyrstupersónu skotleikjum (FPS) sem hafa orðið gífurlega vinsælir sérstaklega eftir að hægt var að spila þá á netinu. Þar skipta leikmenn sér upp í lið og spila leikinn til að ná ákveðnu markmiði sem gæti til dæmis verið að bjarga gíslum eða að aftengja sprengju. Þá kemur í hlut hins liðsins að verja bæði gíslana og sprengjuna þangað til tíminn er uppurinn. Yfirleitt falla margir í valinn í þessum leikjum, alveg eins og í skák þar sem peðum, riddurum og hrókum er miskunnarlaust sópað út af borðinu í sókn að kónginum sjálfum. Eins og í skák þarf gífurlega æfingu til að verða góður í CS, leikurinn snýst ekki einungis um að hlaupa um og skjóta á allt sem hreyfist. Liðið þarf að skipuleggja sig vel, leikmenn þurfa að hafa gott vald á samhæfingu augna og handa og vera fljótir til. Leikir eins og CS krefjast mikilla pælinga og leikmenn þurfa að þjálfa upp með sér kænsku, útsjónarsemi og rökhugsun ef vel á að ganga. Þessir leikir eru mjög félagslegir í eðli sínu, leikmenn geta spjallað sín á milli inni í leiknum, sem og á spjallborðum og á Internetinu. Leikjakeppnir eru haldnar hérlendis og erlendis og gefst keppendum þá kostur á að hitta aðra leikmenn og ræða tækni og fleira sem brennur á þeim í hvert skipti. Ég tel að foreldrar geti verið alveg rólegir yfir því að börn þeirra spili tölvuleiki svo lengi sem reglum um aldurstakmörk er fylgt. Ég vil líka eindregið mæla með því að foreldrar sýndu leikjum áhuga og tækju jafnvel þátt, því margir eru hin besta skemmtun. Á þann hátt geta þau nálgast krakkana á þeirra plani, fylgst með og lagt eitthvað til málanna. Ég tel að best sé að foreldrar meti sjálfir, og byggi þá helst á eigin reynslu, hvað börnunum er fyrir bestu en láti hræðsluáróður sem vind um eyru þjóta. Það síðasta sem ég vil leggja til er að fólk taki sér andartak til að hugsa um hvort að ofbeldi og stríðsbrölt hafi í raun og veru byrjað með tilkomu tölvuleikja. Hvar lærðu menn hér áður fyrr herkænsku og manndráp? Var það kannski í hinum aldagamla stríðsleik skákinni, þeim leik sem hefur alltaf þótt endurspegla gáfur og mikilfengleik andans? Eða er málið kannski ekki svo einfalt?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar