Skoðun

Frá degi til dags

Dómarinn svindlar Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður hefur undanfarna mánuði skrifað vikulega pistla um fjölmiðla í Viðskiptablaðið. Hefur hann sérstaklega gert Fréttablaðið að umtalsefni og alltaf verið jafn ósáttur. Fyrir þessi skrif hefur Ólafur hlotið mikið hrós frá ráðamönnum landsins. Nú er Ólafur farinn að nema ný lönd. Í gær var hann kominn í hlutverk hins gagnrýna íþróttafréttamanns og reyndist fljótur að átta sig á því að ekki er allt sem sýnist á knattspyrnuvellinum frekar en í fjölmiðluinum. Hann spyr: "[H]vaða heilvita manni dettur í hug að það sé tilviljun, að á 11 árum séu ekki dæmdar nema þrjár vítaspyrnur á Manchester United á Old Trafford? Á einu einasta leiktímabili, 2002-2003, skoraði Ruud van Nistelrooy úr þrisvar sinnum fleiri vítaspyrnum fyrir liðið á þessum sama velli! Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að undanfarin fimm ár hafa níu af hverjum tíu meiriháttar ákvörðunum dómara á Old Trafford (vítaspyrnudómar og brottrekstrar) verið Manchester United í vil." Ýmislegt getur gerst Eftirfarandi mátti í gær lesa í Staksteinum Morgunblaðsins, flokksmálgagni Sjálfstæðisflokksins: "Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur eiga meira sameiginlegt um þessar mundir en ætla mætti við fyrstu sýn. Þessir tveir flokkar eru algerlega andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar er um grundvallaratriði að ræða og þegar samstaða er til staðar í svo stóru máli getur ýmislegt gerst". Nefnilega! Ætli þessi pistill sé ekki ætlaður augum óþekkra framsóknarmanna? Boðskapurinn gæti verið: Ef þið hlaupist undan merkjum í fjölmiðlamálinu er aldrei að vita hvað við gerum!



Skoðun

Sjá meira


×