Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? 9. júlí 2004 00:01 Á næsta ári er hálf öld liðin síðan þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðismálastjórn í andstöðu við þingmenn Alþýðuflokks og Sósíalista. Þetta má kalla upphaf opinberrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Húsnæðisstofnun og Byggingasjóður ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og " flóttinn " úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina einsog sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpunum. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðarhúsnæði einsog í sveitinni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35% landsmanna venjulegt fjölskyldufólk og um 27% þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóðarinnar býr í Reykjavík einni og hefur enn ekki fullan atkvæðisrétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verkamanna til að byggja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum útum alla borg. Ekkert hefur breytt Reykjavík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðislánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja útum land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur húsnæðisvandi sem ráðamenn horfa framhjá. Kenningin um " jafnvægi í byggð landsins" er trúlega eitt stærsta rugl Íslandssögunnar á síðari öldum a.m.k. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Á næsta ári er hálf öld liðin síðan þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðismálastjórn í andstöðu við þingmenn Alþýðuflokks og Sósíalista. Þetta má kalla upphaf opinberrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Húsnæðisstofnun og Byggingasjóður ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og " flóttinn " úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina einsog sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpunum. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðarhúsnæði einsog í sveitinni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35% landsmanna venjulegt fjölskyldufólk og um 27% þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóðarinnar býr í Reykjavík einni og hefur enn ekki fullan atkvæðisrétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verkamanna til að byggja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum útum alla borg. Ekkert hefur breytt Reykjavík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðislánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja útum land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur húsnæðisvandi sem ráðamenn horfa framhjá. Kenningin um " jafnvægi í byggð landsins" er trúlega eitt stærsta rugl Íslandssögunnar á síðari öldum a.m.k. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar