Kjör aldraðra eru til skammar 7. júlí 2004 00:01 Einn stærsti bletturinn á stefnu ríkisstjórnarinnar er slæm kjör aldraðra og öryrkja. Á því tímabili sem góðæri hefur ríkt í landinu og auðvelt hefði átt að vera að bæta kjör þessara hópa hafa kjör þeirra versnað í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Aldraðir og öryrkjar hafa dregist aftur úr í launaþróun hinna lægst launuðu. Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarkslauna á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaupmáttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. Það er skilyrðislaus krafa aldraðra, að þessi skerðing verði leiðrétt. Árið 1990 nam ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu 83,4 % af lágmarkslaunum verkafólks. Í dag nemur ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu aðeins 66,5% af lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli.Þær leiða í ljós, að þegar bæta hefði átt kjör aldraðra og öryrkja voru kjörin skert í samanburði við kjör láglaunafólks. Þetta er ótrúlegt á góðæristímum. Skattar aldraðra hafa einnig hækkað á sama tíma og ríkisstjórnin segist hafa lækkað skatta. Tekjuskattur af 100 þús. kr. tekjum nemur í dag 11,1% en nam árið 1990 5,5% (miðað við sambærilegar tekjur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga). Lyf hafa einnig hækkað en það bitnar þungt á öldruðum. Aldraður einstaklingur sem einungis hefur bætur frá Tryggingastofnun ríkisins hefur í dag í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri. Af þeirri fjárhæð greiðir hann 11 þús. kr. í skatt. Harpa Njáls félagsfræðingur, sem ritaði bók um fátækt á Íslandi, telur að það vanti 40 þús. kr. á mánuði til þess að unnt sé að framfleyta sér á bótum Tryggingastofnunar. Það er sem sagt verið að skammta öldruðum skammarlega lágar bætur, sem ekki duga til framfærslu. Og þetta gerist á uppgangstímum. Bæturnar þyrftu að áliti Hörpu að vera a.m.k. 140 þús. kr. á mánuði. Einn stærsti útgjaldaliður fólks er húsnæðiskostnaður. Algengt er að aldraðir einstaklingar þurfi að greiða 40 til 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði. Sjá þá allir hversu lítið er eftir af bótunum fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum kostnaði. Krafan er sú, að aldraðir, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag, geti lifað með reisn á efri árum. Hagstofan birti fyrir skömmu niðurstöður nýrrar neyslukönnunar, sem gerð var á árunum 2000 til 2002. Samkvæmt henni nema meðalneysluútgjöld einstaklinga 161 þús. kr. á mánuði að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hagstofan reiknar húsnæðiskostnað 38 þús. kr. á mánuði í þessum tölum. Er það lágt reiknað. Ýmsa liði "vantar" í þessar tölur Hagstofunnar, t.d. fasteignaskatta, bifreiðagjöld, vexti, félagsútgjöld o.fl. Og að sjálfsögðu eru opinber gjöld ekki inni í þessum tölum, þar eð hér er um neyslukönnun að ræða. Samt sem áður er hér að finna góða vísbendingu um það hvað aldraðir einstaklingar þurfa mikið til framfærslu á mánuði. Það eru 123 þús. kr. fyrir utan húsnæðiskostnað og skatta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar þyrfti talan að vera rúmar 170 þús. kr. ef hún ætti að duga fyrir húsnæði og sköttum einnig. Af því er ljóst, að 140 þús. kr. bætur á mánuði er of lág tala. Í rauninni þyrftu bætur að vera mun hærri miðað við þessa nýju könnun Hagstofunnar. Í nóvember 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að gera örlitlar lagfæringar á kjörum aldraðra samkvæmt samkomulagi við samtök aldraðra.. En þetta voru smánarlega litlar breytingar á bótum. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði á síðasta aðalfundi félagsins, að samningamenn aldraðra hefðu verið of undanlátssamir í samningum við ríkisstjórnina. Og það er rétt. Þessar breytingar á bótum vigta sáralítið. Meira munaði um það sem samið var um til lagfæringar á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. En ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Stjórnin getur ákveðið að hækka bætur um a.m.k. 40 þús. á mánuði.Það er lágmarkslagfæring. Stjórnin ætti að sjá sóma sinn í að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti bletturinn á stefnu ríkisstjórnarinnar er slæm kjör aldraðra og öryrkja. Á því tímabili sem góðæri hefur ríkt í landinu og auðvelt hefði átt að vera að bæta kjör þessara hópa hafa kjör þeirra versnað í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Aldraðir og öryrkjar hafa dregist aftur úr í launaþróun hinna lægst launuðu. Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarkslauna á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaupmáttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. Það er skilyrðislaus krafa aldraðra, að þessi skerðing verði leiðrétt. Árið 1990 nam ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu 83,4 % af lágmarkslaunum verkafólks. Í dag nemur ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu aðeins 66,5% af lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli.Þær leiða í ljós, að þegar bæta hefði átt kjör aldraðra og öryrkja voru kjörin skert í samanburði við kjör láglaunafólks. Þetta er ótrúlegt á góðæristímum. Skattar aldraðra hafa einnig hækkað á sama tíma og ríkisstjórnin segist hafa lækkað skatta. Tekjuskattur af 100 þús. kr. tekjum nemur í dag 11,1% en nam árið 1990 5,5% (miðað við sambærilegar tekjur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga). Lyf hafa einnig hækkað en það bitnar þungt á öldruðum. Aldraður einstaklingur sem einungis hefur bætur frá Tryggingastofnun ríkisins hefur í dag í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri. Af þeirri fjárhæð greiðir hann 11 þús. kr. í skatt. Harpa Njáls félagsfræðingur, sem ritaði bók um fátækt á Íslandi, telur að það vanti 40 þús. kr. á mánuði til þess að unnt sé að framfleyta sér á bótum Tryggingastofnunar. Það er sem sagt verið að skammta öldruðum skammarlega lágar bætur, sem ekki duga til framfærslu. Og þetta gerist á uppgangstímum. Bæturnar þyrftu að áliti Hörpu að vera a.m.k. 140 þús. kr. á mánuði. Einn stærsti útgjaldaliður fólks er húsnæðiskostnaður. Algengt er að aldraðir einstaklingar þurfi að greiða 40 til 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði. Sjá þá allir hversu lítið er eftir af bótunum fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum kostnaði. Krafan er sú, að aldraðir, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag, geti lifað með reisn á efri árum. Hagstofan birti fyrir skömmu niðurstöður nýrrar neyslukönnunar, sem gerð var á árunum 2000 til 2002. Samkvæmt henni nema meðalneysluútgjöld einstaklinga 161 þús. kr. á mánuði að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hagstofan reiknar húsnæðiskostnað 38 þús. kr. á mánuði í þessum tölum. Er það lágt reiknað. Ýmsa liði "vantar" í þessar tölur Hagstofunnar, t.d. fasteignaskatta, bifreiðagjöld, vexti, félagsútgjöld o.fl. Og að sjálfsögðu eru opinber gjöld ekki inni í þessum tölum, þar eð hér er um neyslukönnun að ræða. Samt sem áður er hér að finna góða vísbendingu um það hvað aldraðir einstaklingar þurfa mikið til framfærslu á mánuði. Það eru 123 þús. kr. fyrir utan húsnæðiskostnað og skatta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar þyrfti talan að vera rúmar 170 þús. kr. ef hún ætti að duga fyrir húsnæði og sköttum einnig. Af því er ljóst, að 140 þús. kr. bætur á mánuði er of lág tala. Í rauninni þyrftu bætur að vera mun hærri miðað við þessa nýju könnun Hagstofunnar. Í nóvember 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að gera örlitlar lagfæringar á kjörum aldraðra samkvæmt samkomulagi við samtök aldraðra.. En þetta voru smánarlega litlar breytingar á bótum. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði á síðasta aðalfundi félagsins, að samningamenn aldraðra hefðu verið of undanlátssamir í samningum við ríkisstjórnina. Og það er rétt. Þessar breytingar á bótum vigta sáralítið. Meira munaði um það sem samið var um til lagfæringar á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. En ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Stjórnin getur ákveðið að hækka bætur um a.m.k. 40 þús. á mánuði.Það er lágmarkslagfæring. Stjórnin ætti að sjá sóma sinn í að gera það.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun