Í hvað fara útgjöld heimilanna? 7. júlí 2004 00:01 Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar