Góður í íslenskur Smári Jósepsson skrifar 5. júlí 2004 00:01 Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar