Sport

Ólafur stýrir ekki Fram strax

Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Framara í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, mun ekki stýra liðinu í fyrstu tveimur leikjum liðsins sem eru tæknilega undir hans stjórn. Hann verður ekki á bekknum þegar Framarar taka á móti Keflavík í VISA-bikarnum í kvöld og heldur ekki á fimmtudaginn þegar Framarar fara til Keflavíkur í Landsbankadeildinni. Ólafur hélt utan til Danmerkur í gær til að ljúka A-stigi UEFA-þjálfararéttindanna og kemur aftur á sunnudaginn. Forráðamenn Fram voru meðvitaðir um þetta þegar Ólafur var ráðinn og mun Jörundur Áki Sveinsson, aðstoðarþjálfari liðsins, stýra liðinu í þessum tveimur leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×