Sport

Tiger bítur frá sér

Tiger Woods stal senunni á Western Open mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum í gær. Woods hefur sigrað þrisvar sinnum á þessu móti, síðast í fyrra. Hann var í 50.-68. sæti þegar keppni var hálfnuð en lék í gær á sex höggum undir pari og er núna í 6.-8. sæti, fimm höggum undir pari. Stephen Ames frá Trinidad og Tobago og Ástralinn Mark Hensby hafa forystu, eru á níu undir pari. Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur eins höggs forystu á Spánverjann Jose Manuel Lara fyrir síðustu átján holurnar á móti í Dyflinni. Goosen er á níu höggum undir pari, Lara á átta höggum undir pari og Englendingurinn Lee Westwood er í þriðja sæti á sjö undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×