Sport

Roddick mætir Federer í úrslitum

Það verða Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick og Svisslendingurinn Roger Federer sem mætast í úrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Roddick bar sigurorð af Mario Ancic frá Króatíu, 6-4, 4-6, 7-5 og 7-5, í undanúrslitum í dag. Áður hafði Federer tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á Frakkanum Sebastien Grosjean, 6-2, 6-3 og 7-6, í viðureign sem tók aðeins 29 mínútur. Kapparnir eru efstir á heimslistanum og verður þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem tennisleikarar í 1. og 2. sæti listans mætast í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í karlaflokki. Roddick og Federer mættust í undanúrslitum á móti í Englandi fyrir ári síðan og vann Federer þá auðveldlega, 7-6, 6-3 og 6-3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×