Hlutverk heilsulinda í forvörnum 2. júlí 2004 00:01 Heilsurækt - Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir. Í dag, laugardaginn 3. júlí, er konum boðið upp á að bæta heilsu sína. Boðið er frítt í sund í Sundlaugum Reykjavíkur, í Borgarnesi og til félagsmanna í samtökum um heilsulindir í Reykjavík og nágrenni. Í heilsulindunum verður þeim boðið upp á aðgang og frían reynslutíma í heilsurækt. En af hverju konum? Jú, það hefur sýnt sig í athugunum að konur eru undir síst minna álagi en karlar og þurfa oft á tíðum að sinna mörgum hlutverkum, en þeim er jafnframt meira umhugað um heilsu sína og sinna nánustu en körlum. Heilsulindir hafa lengi verið hluti af menningu okkar. Rómverjar komust snemma upp á lag með að nota volgt og heitt vatn sér til heilsubótar, bæði á heimaslóðum og í löndum sem þeir síðan sigruðu. Snorri Sturluson átti sína eigin heilsulaug í Reykholti. Frá miðöldum spruttu upp margir bæir í Mið-Evrópu þar sem fólk leitaði sér til hvíldar, hressingar og lækninga. Á Íslandi hafa sundlaugarnar lengi haft þennan sess og á allra seinustu árum eru nú komnar fullkomnar heilsulindir á Íslandi. Þekktust þeirra var lengi vel Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, en á seinni árum Bláa lónið. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki haslað sér völl á þessum vettvangi og er þar helst að nefna Baðhúsið, Laugar, Nordica Spa og Saga Heilsa og Spa. Þessi fyrirtæki hafa nú ásamt Heilsuborginni Reykjavik - Reykjavik Spa City - og Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi stofnað með sér samtök: Samtök heilsulinda Reykjavík og nágrenni. Með stofnun þessara samtaka eru mörkuð tímamót í því að aðilar sem reka heilsulindir kynni sína starfsemi sameiginlega, tryggi fagleg vinnubrögð og taki virkari þátt í því að bæta heilsufar allra landsmanna með vönduðum meðferðaráætlunum, fræðslu og hvatningu. Eigum við að skipta okkur af lífsstíl annarra? Við lifum á tímum þekkingar og rannsókna. Rannsóknir hafa í gegnum tíðina skilað sér í aukinni þekkingu á sjúkdómum, sem aftur skilar sér í árangursríkari lækningum og síðast en ekki síst markvissari forvörnum. Áhættuþættir margra sjúkdóma eru nú þekktir. Samt lifum við mörg óhollu lífi sem einkennist af hreyfingarleysi, óhollu mataræði og streitu. Margir taka því miður ekki af skarið fyrr en þeir eru lentir í heilsufarslegum ógöngum, eða gefa sér aldrei tækifæri til þess ofan moldar. Ekki er nóg að þekkja, við verðum að tileinka okkur betri lífsstíl. Hvert mannsbarn veit að reykingar eru hættulegar heilsunni , en samt reykir enn stór hluti þjóðarinnar. Allir vita að fituminni fæða, fiskneysla, ávextir og grófmeti er hollara en feitt kjöt og sælgæti. Þrátt fyrir það neyta Íslendingar langmest af sykri og gosi á Norðurlöndunum. Frísku fólki finnst ef til vill óþarfi að sinna heilsunni eða láta fylgjast með henni reglulega með sérstökum heilsufarsskoðunum eða öðrum afskiptum. En er það óþarfi? Margir algengir og alvarlegir sjúkdómar eru einkennalitlir eða jafnvel einkennalausir lengi vel. Þeir eru flestir tengdir lífsstíl í meiri eða minni mæli. Því er þörf á að huga að breytingum. Nauðsynlegt er að byrja að setja sér raunhæf markmið hvað varðar heilsuna og stíga þar með fyrsta skrefið að breyttum lífsstíl. Ekki eru til nein örugg próf sem segja til um hverjir munu veikjast og hverjir ekki. Okkur ber að draga úr óvissunni og leggja okkar af mörkum til jákvæðra lífsstílsbreytinga, ekki á morgun, heldur strax í dag. Ávinningur þess mun fljótt skila sér í bættri líðan og auknum lífsgæðum. Nú er bara að drífa sig og mæta í heilsulindirnar, því þá sannast hið fornkveðna - að betra er heilt en vel gróið. Konur! Dragið makann með og við tökum vel á móti ykkur og ráðleggjum hvernig þið getið öðlast betra, innihaldsríkara og heilbrigðara líf. Greinarhöfundur er formaður samtaka heilsulinda í Reykjavík og nágrenni og er stofnandi heilsulindarinnar Saga Heilsa og Spa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Heilsurækt - Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir. Í dag, laugardaginn 3. júlí, er konum boðið upp á að bæta heilsu sína. Boðið er frítt í sund í Sundlaugum Reykjavíkur, í Borgarnesi og til félagsmanna í samtökum um heilsulindir í Reykjavík og nágrenni. Í heilsulindunum verður þeim boðið upp á aðgang og frían reynslutíma í heilsurækt. En af hverju konum? Jú, það hefur sýnt sig í athugunum að konur eru undir síst minna álagi en karlar og þurfa oft á tíðum að sinna mörgum hlutverkum, en þeim er jafnframt meira umhugað um heilsu sína og sinna nánustu en körlum. Heilsulindir hafa lengi verið hluti af menningu okkar. Rómverjar komust snemma upp á lag með að nota volgt og heitt vatn sér til heilsubótar, bæði á heimaslóðum og í löndum sem þeir síðan sigruðu. Snorri Sturluson átti sína eigin heilsulaug í Reykholti. Frá miðöldum spruttu upp margir bæir í Mið-Evrópu þar sem fólk leitaði sér til hvíldar, hressingar og lækninga. Á Íslandi hafa sundlaugarnar lengi haft þennan sess og á allra seinustu árum eru nú komnar fullkomnar heilsulindir á Íslandi. Þekktust þeirra var lengi vel Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, en á seinni árum Bláa lónið. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki haslað sér völl á þessum vettvangi og er þar helst að nefna Baðhúsið, Laugar, Nordica Spa og Saga Heilsa og Spa. Þessi fyrirtæki hafa nú ásamt Heilsuborginni Reykjavik - Reykjavik Spa City - og Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi stofnað með sér samtök: Samtök heilsulinda Reykjavík og nágrenni. Með stofnun þessara samtaka eru mörkuð tímamót í því að aðilar sem reka heilsulindir kynni sína starfsemi sameiginlega, tryggi fagleg vinnubrögð og taki virkari þátt í því að bæta heilsufar allra landsmanna með vönduðum meðferðaráætlunum, fræðslu og hvatningu. Eigum við að skipta okkur af lífsstíl annarra? Við lifum á tímum þekkingar og rannsókna. Rannsóknir hafa í gegnum tíðina skilað sér í aukinni þekkingu á sjúkdómum, sem aftur skilar sér í árangursríkari lækningum og síðast en ekki síst markvissari forvörnum. Áhættuþættir margra sjúkdóma eru nú þekktir. Samt lifum við mörg óhollu lífi sem einkennist af hreyfingarleysi, óhollu mataræði og streitu. Margir taka því miður ekki af skarið fyrr en þeir eru lentir í heilsufarslegum ógöngum, eða gefa sér aldrei tækifæri til þess ofan moldar. Ekki er nóg að þekkja, við verðum að tileinka okkur betri lífsstíl. Hvert mannsbarn veit að reykingar eru hættulegar heilsunni , en samt reykir enn stór hluti þjóðarinnar. Allir vita að fituminni fæða, fiskneysla, ávextir og grófmeti er hollara en feitt kjöt og sælgæti. Þrátt fyrir það neyta Íslendingar langmest af sykri og gosi á Norðurlöndunum. Frísku fólki finnst ef til vill óþarfi að sinna heilsunni eða láta fylgjast með henni reglulega með sérstökum heilsufarsskoðunum eða öðrum afskiptum. En er það óþarfi? Margir algengir og alvarlegir sjúkdómar eru einkennalitlir eða jafnvel einkennalausir lengi vel. Þeir eru flestir tengdir lífsstíl í meiri eða minni mæli. Því er þörf á að huga að breytingum. Nauðsynlegt er að byrja að setja sér raunhæf markmið hvað varðar heilsuna og stíga þar með fyrsta skrefið að breyttum lífsstíl. Ekki eru til nein örugg próf sem segja til um hverjir munu veikjast og hverjir ekki. Okkur ber að draga úr óvissunni og leggja okkar af mörkum til jákvæðra lífsstílsbreytinga, ekki á morgun, heldur strax í dag. Ávinningur þess mun fljótt skila sér í bættri líðan og auknum lífsgæðum. Nú er bara að drífa sig og mæta í heilsulindirnar, því þá sannast hið fornkveðna - að betra er heilt en vel gróið. Konur! Dragið makann með og við tökum vel á móti ykkur og ráðleggjum hvernig þið getið öðlast betra, innihaldsríkara og heilbrigðara líf. Greinarhöfundur er formaður samtaka heilsulinda í Reykjavík og nágrenni og er stofnandi heilsulindarinnar Saga Heilsa og Spa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar