Skoðun

Reykjavík er falleg

Umræðan - Björn Brynjúlfur Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Í Fréttablaðinu sl. föstudag finnur Óli Hilmar Jónsson að grein sem ég skrifaði undir fyrirsögninni "Reykjavík er ljót". Óli virðist hafa skilið greinina svo að ég teldi að Reykjavík væri ljót borg. Þessu vill Óli andmæla og koma á framfæri þeirri persónulegu skoðun sinni að Reykjavík sé falleg borg. Ég viðraði ekki persónulega skoðun mína á fegurð Reykjavíkur í greininni en Óla til hugarhægðar get ég upplýst að ég er honum sammála um að Reykjavík er falleg borg. Við erum líka sammála um að ýmis útlitsleg slys hafi orðið í borginni og um það snerist grein mín. Hugmynd mín er sú að borgaryfirvöld hafi áhrif á útlit þeirra bygginga sem reistar eru í miðborginni til þess að koma megi í veg fyrir slík umhverfisslys. Þannig getum við, meðvitað og markvisst, unnið að því að auka fegurð og aðdráttarafl miðborgarinnar. Um það markmið vona ég að við Óli getum líka verið sammála.



Skoðun

Sjá meira


×