Sport

Vefsíða KSÍ aldrei vinsælli

Í júnímánuði náði fjöldi heimsókna á vef KSÍ nýjum hæðum. Alls voru heimsóknirnar um 123.000, eða ríflega 4.000 heimsóknir á dag. Í maí var fjöldi heimsókna rúmlega 109.000 og var það í fyrsta skipti sem þær fóru yfir hundrað þúsund í einum mánuði. Umfang vefs KSÍ hefur vaxið með hverju árinu sem líður og heimsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt. Gríðarlegt magn upplýsinga er á vefnum um allt sem tengist íslenskri knattspyrnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×