Sport

Davids hrifinn af Tottenham

Hollenski landsliðsmaðurinn Edgar Davids hefur ekki enn ákveðið hvar hann ætlar að spila næsta vetur en hefur þó játað að hann sé mjög hrifinn af tilboði sem hann hefur fengið frá Tottenham. Davids var í láni hjá Barcelona á síðustu leiktíð þar sem hann lék alveg frábærlega. Barca vildi semja við kappann en samningar náðust ekki. Þar sem Davids er með lausan samning þá er honum frjálst að semja við það lið sem hann vill. "Ég veit ekki enn hvar ég ætla að spila en ég get greint frá því að ég hef fengið tvö tilboð frá Englandi. Annað þeirra er frá Tottenham og það er mjög spennandi," sagði Davids eftir undanúrslitaleik Hollands og Portúgals á EM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×