Efst í huga Ómars Stefánssonar 30. júní 2004 00:01 Efst í huga Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Kópavogi. Fjölskyldan Það síðasta sem nokkur maður skyldi gera þegar verið er að hugsa um að eignast barn er að reikna út hvað það kostar. Íslendingum gæti hætt að fjölga. Fyrir nokkru tók ég saman hvað grunnur að einum mánuði kostaði fyrir okkur fjögur. Um 170 þúsund kr. Mér brá, en viðurkenni að ég get skorið niður með því að segja Sýn og Mogganum upp, en á móti kemur að ég reikna engan kostnað í fatnað, skó eða tómstundir. Hvert barn kostar á bilinu 30 til 50 þúsund á mánuði. Fyrir þessa upphæð er hægt að hafa fínan bíl á rekstrarleigu! Miðað við að ótekjutengdar barnabætur eru 36.308 kr. á barn yngra en 7 ára, þá borga foreldrar á Íslandi 11 mánuði á ári fyrir barnið og fá einn mánuð frían. Gerum betur. Fótbolti Sumarið er tíminn. Það er varla til sá grasblettur með mörkum sem ekki iðar af lífi frá morgni til kvölds. Fótboltinn er skemmtilegur og ég er einn af þeim sem hef gaman af því að fara á völlinn. Ég klappa, stappa og hrópa, jafnvel kemur það fyrir að ég leiðbeini dómara leiksins um atriði sem ég sé úr stúkunni miklu mun betur en hann sem er rétt við atvikið. Ég er stuðningsmaður og sem slíkur frábið mér að lið frá einhverjum smábæ út á landi skuli biðjast afsökunar á að hafa tapað í bikarkeppninni í fótbolta fyrir stórveldinu úr Kópavogi. Þetta sumar verður skemmtilegt í Kópavogi. Það fer lið úr Kópavogi í úrvalsdeild karla líka. Áhorfendur hafa ekki verið nógu duglegir að mæta á völlinn. Mætum og styðjum okkar lið. Gerum betur. Fasteignaverð Undanfarið hefur fasteignaverð hækkað og hækkað. Ég leyni þeirri skoðun minni ekkert að það sem m.a. hefur hækkað verð á húsnæði er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, önnur en Kópavogur, hafa ekki verið nægilega dugleg við að hafa framboð á lóðum. Þau sveitarfélög sem hafa haldið útboð á þeim fáu lóðum sem þau hafa verið að úthluta eiga hvað mesta sök á því hvað fasteignaverð hefur hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ég fyrst og fremst að tala um Reykjavík. Það getur hvert mannsbarn séð það að þegar lítið framboð er af lóðum, þá er verðið á þeim hátt, sem leiðir til hækkunar á húsnæði og breytir þá litlu hvar á höfuðborgarsvæðinu það er. Peningar eru ekki allt og ekkert réttlætir að aðeins þeir ríkustu geti fengið lóðir. Gerum betur. Friður Ísland er nafli alheimsins og Kópavogur er höfuðborgin. Fjölskyldan, fótboltinn og fasteignaverð eru þau málefni sem eru efst í huga í augnablikinu. En ekki má gleyma einu mikilvægu málefni, sem er friður. Fyrir hvern þann sem hefur eitthvað verið að ferðast um Miðausturlönd er ekki annað hægt en að hugsa um frið og hungursneyð. Fyrir þá sem hafa rekið sig á menn berandi gamla hríðskotabyssu á bakinu og betlandi börn á sama götuhorninu er ekki annað hægt en að vona að einhvern tímann verði jafn gott að búa alls staðar í heiminum og í Kópavogi. Það er langt í frá að annars staðar búi fólk við sömu lífsgæði - við getum hjálpað til. Þróunaraðstoð Íslands er ekki í samræmi við þau lífsgæði sem við lifum við hér á landi. Gerum betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Efst í huga Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Kópavogi. Fjölskyldan Það síðasta sem nokkur maður skyldi gera þegar verið er að hugsa um að eignast barn er að reikna út hvað það kostar. Íslendingum gæti hætt að fjölga. Fyrir nokkru tók ég saman hvað grunnur að einum mánuði kostaði fyrir okkur fjögur. Um 170 þúsund kr. Mér brá, en viðurkenni að ég get skorið niður með því að segja Sýn og Mogganum upp, en á móti kemur að ég reikna engan kostnað í fatnað, skó eða tómstundir. Hvert barn kostar á bilinu 30 til 50 þúsund á mánuði. Fyrir þessa upphæð er hægt að hafa fínan bíl á rekstrarleigu! Miðað við að ótekjutengdar barnabætur eru 36.308 kr. á barn yngra en 7 ára, þá borga foreldrar á Íslandi 11 mánuði á ári fyrir barnið og fá einn mánuð frían. Gerum betur. Fótbolti Sumarið er tíminn. Það er varla til sá grasblettur með mörkum sem ekki iðar af lífi frá morgni til kvölds. Fótboltinn er skemmtilegur og ég er einn af þeim sem hef gaman af því að fara á völlinn. Ég klappa, stappa og hrópa, jafnvel kemur það fyrir að ég leiðbeini dómara leiksins um atriði sem ég sé úr stúkunni miklu mun betur en hann sem er rétt við atvikið. Ég er stuðningsmaður og sem slíkur frábið mér að lið frá einhverjum smábæ út á landi skuli biðjast afsökunar á að hafa tapað í bikarkeppninni í fótbolta fyrir stórveldinu úr Kópavogi. Þetta sumar verður skemmtilegt í Kópavogi. Það fer lið úr Kópavogi í úrvalsdeild karla líka. Áhorfendur hafa ekki verið nógu duglegir að mæta á völlinn. Mætum og styðjum okkar lið. Gerum betur. Fasteignaverð Undanfarið hefur fasteignaverð hækkað og hækkað. Ég leyni þeirri skoðun minni ekkert að það sem m.a. hefur hækkað verð á húsnæði er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, önnur en Kópavogur, hafa ekki verið nægilega dugleg við að hafa framboð á lóðum. Þau sveitarfélög sem hafa haldið útboð á þeim fáu lóðum sem þau hafa verið að úthluta eiga hvað mesta sök á því hvað fasteignaverð hefur hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ég fyrst og fremst að tala um Reykjavík. Það getur hvert mannsbarn séð það að þegar lítið framboð er af lóðum, þá er verðið á þeim hátt, sem leiðir til hækkunar á húsnæði og breytir þá litlu hvar á höfuðborgarsvæðinu það er. Peningar eru ekki allt og ekkert réttlætir að aðeins þeir ríkustu geti fengið lóðir. Gerum betur. Friður Ísland er nafli alheimsins og Kópavogur er höfuðborgin. Fjölskyldan, fótboltinn og fasteignaverð eru þau málefni sem eru efst í huga í augnablikinu. En ekki má gleyma einu mikilvægu málefni, sem er friður. Fyrir hvern þann sem hefur eitthvað verið að ferðast um Miðausturlönd er ekki annað hægt en að hugsa um frið og hungursneyð. Fyrir þá sem hafa rekið sig á menn berandi gamla hríðskotabyssu á bakinu og betlandi börn á sama götuhorninu er ekki annað hægt en að vona að einhvern tímann verði jafn gott að búa alls staðar í heiminum og í Kópavogi. Það er langt í frá að annars staðar búi fólk við sömu lífsgæði - við getum hjálpað til. Þróunaraðstoð Íslands er ekki í samræmi við þau lífsgæði sem við lifum við hér á landi. Gerum betur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar