Nýjar áherzlur í utanríkismálin 30. júní 2004 00:01 Utanríkismál - Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Í hartnær áratug hef ég starfað við útflutning á sjávarafurðum. Á þessum tíma hef ég aldrei notið stuðnings frá konsúlum né sendiherrum okkar Íslendinga við öflun viðskiptatengsla eða úrvinnslu erfiðra mála sem jafnan geta fylgt flóknum millilandaviðskiptum. Íslensk nýsköpun á undir högg að sækja. Íslenskur iðnaður fær ekki þann öfluga stuðning sem t.d. iðnfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eiga vísan á sínum slóðum. Ég vil hvorki, né ætla mér, að kasta rýrð á utanríkisráðuneytið eða þá fjölmörgu embættismenn sem þar starfa. bæði hér heima og ytra. Heldur vil ég leyfa mér að gagnrýna og koma um leið á framfæri ákveðnum hugmyndum sem ég tel skynsamlegar og í alla staði í takt við nútímann og þær þörfu breytingar sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag á tímum alþjóðahnattvæðingar. Ég get með engu móti skilið þá hugsun íslenskra ráðamanna að fjárfesta í sendiráðsbyggingum erlendis sem kosta þjóðarbúið og skattborgara í sumum tilfellum upp undir 1000 milljónir íslenskra króna fyrir einstök ráðuneyti. Einnig tel ég embættisráðningar vera gamaldags og úr sér gengnar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla sendiráðin okkar elliheimili fyrir úr sér gengna pólitíkusa. Á örfáum árum hefur ráðuneyti utanríkismála tvöfaldast ef ekki þrefaldast í rekstrarkostnaði, eða frá tveim til þrem milljörðum króna árið 1996, upp í tæpa sex milljarða króna á ári nú nokkrum árum síðar. Íslenskur almenningur stendur víðsfjarri þeim verkum sem konsúlar og sendiherrar þjóðarinnar standa fyrir. Sem skattborgari vil ég fá upplýsingar um störf þessara embættismanna. Hverju hafa þeir áorkað í störfum sínum á síðustu misserum og hvernig er starfi þeirra háttað? Nýjar hugmyndir kalla á breytingar. Uppstokkun í húsnæðismálum utanríkisráðuneytisins ytra er nauðsynleg. Við verðum að fara gætilega með fé okkar litlu þjóðar. Þá er brýnt að markaðsfólk fái tækifæri í þessar stöður. Fjölmargir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskiptum, alþjóðahagfræði, almannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska nýsköpun og almenna öfluga kynningu fyrir bæði land og þjóð. Slíkir einstaklingar myndu skila af sér góðu dagsverki en ekki líta á ráðningu sína sem áralanga afslöppun á svimandi háum launum í fínu umhverfi á síðustu metrum starfsævi sinnar. Sækja þyrfti vörusýningar heim, vinna af dugnaði með íslenskum fyrirtækja- og félagasamtökum og síðast en ekki síst gera grein fyrir starfi sínu og árangri fyrir íslenska þjóð með jöfnu millibili. Sem aðildarríki að NATO, sem að mörgum er talið vera fyrst og fremst viðskiptabandalag frekar en varnarbandalag, er nauðsynlegt að ná fram öflugum verkefnum fyrir íslenska þjóð. Tækifærin eru til staðar. Til að mynda væri spennandi fyrir íslensk stjórnvöld að ná fram öflugum viðhaldsverkefnum á flugvélakosti NATO hér á Íslandi. Eins og alþjóð er kunnugt um þá eru herflugvélar Bandaríkjamanna á leið úr landi. Líta verður á slíkar breytingar sem tækifæri en ekki ógn. Í stað þess að þráast við í sífellu verða ráðamenn að bretta upp ermar og nýta þann öfluga húsakost sem eftir stendur til uppbyggingar á öflugum iðnaði, til dæmis við innflutning á flugvélahlutum til samsetningar og viðhalds hér heima. Íslenskir flugvirkjar telja mörg hundruð og er 25% atvinnuleysi nú í þeirra röðum. Þeir hafa ítrekað bent á þennan möguleika en ekkert er aðhafst. Horfum fram til bjartari tíma og látum verkin tala. Í þinginu hef ég margoft gagnrýnt stjórnarflokkanna harðlega fyrir ákvörðun sína um aðild þjóðarinnar á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Árið 1948 fékk Ísland aðild að NATO þrátt fyrir skilyrði um að aldrei myndi íslensk þjóð fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Til allrar lukku er nú ekki allt á versta veg farið í utanríkismálum þjóðarinnar því leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með aðild þjóðarinnar að málum í Afganistan. Ég er stoltur af okkar stóra verkefni í Afganistan sem lítur að umsjón og rekstri flugvallarins í Kabúl. Einmitt þessi metnaður, kraftur og viðleitni til alþjóðasamfélagsins á að veita okkur Íslendingum tækifæri í ýmis konar verkefnum þar sem íslensk fyrirtæki og íslenskur iðnaður fær ákveðið og gott hlutverk. Íslenskir ráðamenn verða að búa yfir mörgum mannkostum en samninga- og söluhæfni má ekki alls ekki vanta. Annars munum við einfaldlega sitja eftir á þessum erfiðu tímum hnattvæðingar í alls kyns viðskiptum og iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkismál - Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Í hartnær áratug hef ég starfað við útflutning á sjávarafurðum. Á þessum tíma hef ég aldrei notið stuðnings frá konsúlum né sendiherrum okkar Íslendinga við öflun viðskiptatengsla eða úrvinnslu erfiðra mála sem jafnan geta fylgt flóknum millilandaviðskiptum. Íslensk nýsköpun á undir högg að sækja. Íslenskur iðnaður fær ekki þann öfluga stuðning sem t.d. iðnfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eiga vísan á sínum slóðum. Ég vil hvorki, né ætla mér, að kasta rýrð á utanríkisráðuneytið eða þá fjölmörgu embættismenn sem þar starfa. bæði hér heima og ytra. Heldur vil ég leyfa mér að gagnrýna og koma um leið á framfæri ákveðnum hugmyndum sem ég tel skynsamlegar og í alla staði í takt við nútímann og þær þörfu breytingar sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag á tímum alþjóðahnattvæðingar. Ég get með engu móti skilið þá hugsun íslenskra ráðamanna að fjárfesta í sendiráðsbyggingum erlendis sem kosta þjóðarbúið og skattborgara í sumum tilfellum upp undir 1000 milljónir íslenskra króna fyrir einstök ráðuneyti. Einnig tel ég embættisráðningar vera gamaldags og úr sér gengnar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla sendiráðin okkar elliheimili fyrir úr sér gengna pólitíkusa. Á örfáum árum hefur ráðuneyti utanríkismála tvöfaldast ef ekki þrefaldast í rekstrarkostnaði, eða frá tveim til þrem milljörðum króna árið 1996, upp í tæpa sex milljarða króna á ári nú nokkrum árum síðar. Íslenskur almenningur stendur víðsfjarri þeim verkum sem konsúlar og sendiherrar þjóðarinnar standa fyrir. Sem skattborgari vil ég fá upplýsingar um störf þessara embættismanna. Hverju hafa þeir áorkað í störfum sínum á síðustu misserum og hvernig er starfi þeirra háttað? Nýjar hugmyndir kalla á breytingar. Uppstokkun í húsnæðismálum utanríkisráðuneytisins ytra er nauðsynleg. Við verðum að fara gætilega með fé okkar litlu þjóðar. Þá er brýnt að markaðsfólk fái tækifæri í þessar stöður. Fjölmargir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskiptum, alþjóðahagfræði, almannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska nýsköpun og almenna öfluga kynningu fyrir bæði land og þjóð. Slíkir einstaklingar myndu skila af sér góðu dagsverki en ekki líta á ráðningu sína sem áralanga afslöppun á svimandi háum launum í fínu umhverfi á síðustu metrum starfsævi sinnar. Sækja þyrfti vörusýningar heim, vinna af dugnaði með íslenskum fyrirtækja- og félagasamtökum og síðast en ekki síst gera grein fyrir starfi sínu og árangri fyrir íslenska þjóð með jöfnu millibili. Sem aðildarríki að NATO, sem að mörgum er talið vera fyrst og fremst viðskiptabandalag frekar en varnarbandalag, er nauðsynlegt að ná fram öflugum verkefnum fyrir íslenska þjóð. Tækifærin eru til staðar. Til að mynda væri spennandi fyrir íslensk stjórnvöld að ná fram öflugum viðhaldsverkefnum á flugvélakosti NATO hér á Íslandi. Eins og alþjóð er kunnugt um þá eru herflugvélar Bandaríkjamanna á leið úr landi. Líta verður á slíkar breytingar sem tækifæri en ekki ógn. Í stað þess að þráast við í sífellu verða ráðamenn að bretta upp ermar og nýta þann öfluga húsakost sem eftir stendur til uppbyggingar á öflugum iðnaði, til dæmis við innflutning á flugvélahlutum til samsetningar og viðhalds hér heima. Íslenskir flugvirkjar telja mörg hundruð og er 25% atvinnuleysi nú í þeirra röðum. Þeir hafa ítrekað bent á þennan möguleika en ekkert er aðhafst. Horfum fram til bjartari tíma og látum verkin tala. Í þinginu hef ég margoft gagnrýnt stjórnarflokkanna harðlega fyrir ákvörðun sína um aðild þjóðarinnar á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Árið 1948 fékk Ísland aðild að NATO þrátt fyrir skilyrði um að aldrei myndi íslensk þjóð fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Til allrar lukku er nú ekki allt á versta veg farið í utanríkismálum þjóðarinnar því leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með aðild þjóðarinnar að málum í Afganistan. Ég er stoltur af okkar stóra verkefni í Afganistan sem lítur að umsjón og rekstri flugvallarins í Kabúl. Einmitt þessi metnaður, kraftur og viðleitni til alþjóðasamfélagsins á að veita okkur Íslendingum tækifæri í ýmis konar verkefnum þar sem íslensk fyrirtæki og íslenskur iðnaður fær ákveðið og gott hlutverk. Íslenskir ráðamenn verða að búa yfir mörgum mannkostum en samninga- og söluhæfni má ekki alls ekki vanta. Annars munum við einfaldlega sitja eftir á þessum erfiðu tímum hnattvæðingar í alls kyns viðskiptum og iðnaði.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun