Á vængjum sjálfstæðu leikhúsanna 30. júní 2004 00:01 Sjálfstæð leikhús - Aino Freyja Järvelä Ánægjulegt var að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, formanns menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Borgarleikhúsið fær nýja vængi í Fréttablaðinu 17. júní þar sem hann segir að samningar hafi náðst milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur (LR) um starfsemi þess í Borgarleikhúsinu. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) óskar Leikfélagi Reykjavíkur til hamingju með samninginn. Í framhaldi af því er löngu orðið brýnt að semja um kjör sjálfstæðu leikhúsanna og er SL reiðubúið til þeirra viðræðna. Innan sjálfstæðu leikhúsanna eru fjölmargir hópar atvinnusviðslistamanna sem árlega setja upp fjölda leiksýninga, danssýninga, brúðuleikhús og óperur og er starfsemi þeirra ótrúlega viðfangsmikil. Á nýliðnu leikári frumsýndu sjálfstæðu leikhúsin 43 ný leikhúsverk, þar af 23 ný íslensk sviðsverk. Á leikárinu 2002-2003 settu sjálfstæðu leikhúsin upp 69 sýningar sem sýndar voru 1.186 sinnum fyrir 164.660 áhorfendur á Íslandi og 9.145 áhorfendur erlendis. Með nýtilkomnum samningi borgarinnar og LR er rekstur félagsins tryggður til ársins 2012 með 400 milljón króna árlegri fjárveitingu og ber því tvímælalaust að fagna. Á hinn bóginn er opinber fjárveiting Reykjavíkurborgar til sjálfstæðu leikhúsanna aðeins tæpar 24 milljónir. Allir hljóta að sjá að hér er um hróplegt misræmi að ræða og í engu samræmi við umfang starfseminnar. Nauðsynlegt er orðið að rétta hlut sjálfstæðu leikhúsanna. Stefán Jón nefnir í grein sinni, að sjálfstæðu leikhúsin eigi rétt á að fá inni í Borgarleikhúsinu samkvæmt sanngjörnum reglum. Við þetta er rétt að staldra því engar reglur hafa enn verið gerðar um aðkomu sjálfstæðra leikhúsa í húsinu sem SL er kunnugt um. Afar misjafnt er hvaða kjör bjóðast og ávallt á forsendum LR sem velur sjálft verk sjálfstæðu leikhúsanna inn í húsið. Þess ber þó að geta að stjórnendur LR og starfsfólk hússins eru mjög jákvæð gagnvart því að taka inn hópa og veita þeim þjónustu. Hins vegar hefur komið í ljós að sýningar LR ganga alltaf fyrir í hugum þeirra og fer fyrirkomulag samstarfsins eftir því hvernig stendur á hjá LR hverju sinni. Það hefur sannarlega verið kærkomið tækifæri fyrir marga hópa að fá inni í húsinu, einkum þar sem framboð af heppilegu leikhúsrými er síst of mikið í Reykjavík. Á síðasta leikári frumsýndu sjálfstæð leikhús tíu nýjar sýningar í Borgarleikhúsinu auk þess sem þrjár eldri voru teknar upp frá fyrra leikári. Á sama leikári frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur sjö sýningar. Af þessu má sjá að sjálfstæðu leikhúsin áttu stóran þátt í því að hægt var að bjóða upp á fjölbreytta og kraftmikla dagskrá í Borgarleikhúsinu. Jafnan greiða sjálfstæðu leikhúsin allan kostnað af uppsetningunni úr eigin vasa og leggur LR ekkert fjármagn fram á móti. Framlag LR er í formi aðstoðar við leikhópinn sem fær inni í húsnæðinu án endurgjalds. Sjálfstæðu leikhúsin bera því allan launakostnað, efniskostnað svo sem tækni, búninga og sviðsmynd ásamt auglýsinga- og skrifstofukostnaði svo eitthvað sé nefnt. Fjármagnið sem fæst til sýninga sjálfstæðu leikhúsanna í formi styrkja og annarra beinna fjárframlaga dugar í fæstum tilfellum til að borga allan þennan kostnað. Þegar svo kemur að því að gera upp kassann eftir sýningar tekur LR yfirleitt í sinn hlut 40% af innkomunni, eftir að sýningarkostnaður hefur verið greiddur. Þó greiðir sjálfstæði leikhópurinn nánast allan meginkostnað við uppsetninguna og ber allt tapið ef um það er að ræða. Leikfélag Reykjavíkur krefst með öðrum orðum allt að 40% skatts af leikhópum sem fá aðgang að Borgarleikhúsinu. Í ljósi ummæla Stefáns Jóns hlýtur sú spurning að vakna hvort þetta sé gert með vitund og vilja borgaryfirvalda. Augljóst er að það hallar verulega á hlut sjálfstæðu leikhúsanna sem fá inni í Borgarleikhúsinu. Í kjölfar samnings borgarinnar við LR fer Bandalag sjálfstæðra leikhúsa fram á að viðræður verði hafnar hið fyrsta um aðkomu sjálfstæðu leikhúsanna að sýningum í Borgarleikhúsinu og framtíð sjálfstæðu leikhúsanna í Reykjavík. Greinarhöfundur er leikkona og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæð leikhús - Aino Freyja Järvelä Ánægjulegt var að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, formanns menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Borgarleikhúsið fær nýja vængi í Fréttablaðinu 17. júní þar sem hann segir að samningar hafi náðst milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur (LR) um starfsemi þess í Borgarleikhúsinu. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) óskar Leikfélagi Reykjavíkur til hamingju með samninginn. Í framhaldi af því er löngu orðið brýnt að semja um kjör sjálfstæðu leikhúsanna og er SL reiðubúið til þeirra viðræðna. Innan sjálfstæðu leikhúsanna eru fjölmargir hópar atvinnusviðslistamanna sem árlega setja upp fjölda leiksýninga, danssýninga, brúðuleikhús og óperur og er starfsemi þeirra ótrúlega viðfangsmikil. Á nýliðnu leikári frumsýndu sjálfstæðu leikhúsin 43 ný leikhúsverk, þar af 23 ný íslensk sviðsverk. Á leikárinu 2002-2003 settu sjálfstæðu leikhúsin upp 69 sýningar sem sýndar voru 1.186 sinnum fyrir 164.660 áhorfendur á Íslandi og 9.145 áhorfendur erlendis. Með nýtilkomnum samningi borgarinnar og LR er rekstur félagsins tryggður til ársins 2012 með 400 milljón króna árlegri fjárveitingu og ber því tvímælalaust að fagna. Á hinn bóginn er opinber fjárveiting Reykjavíkurborgar til sjálfstæðu leikhúsanna aðeins tæpar 24 milljónir. Allir hljóta að sjá að hér er um hróplegt misræmi að ræða og í engu samræmi við umfang starfseminnar. Nauðsynlegt er orðið að rétta hlut sjálfstæðu leikhúsanna. Stefán Jón nefnir í grein sinni, að sjálfstæðu leikhúsin eigi rétt á að fá inni í Borgarleikhúsinu samkvæmt sanngjörnum reglum. Við þetta er rétt að staldra því engar reglur hafa enn verið gerðar um aðkomu sjálfstæðra leikhúsa í húsinu sem SL er kunnugt um. Afar misjafnt er hvaða kjör bjóðast og ávallt á forsendum LR sem velur sjálft verk sjálfstæðu leikhúsanna inn í húsið. Þess ber þó að geta að stjórnendur LR og starfsfólk hússins eru mjög jákvæð gagnvart því að taka inn hópa og veita þeim þjónustu. Hins vegar hefur komið í ljós að sýningar LR ganga alltaf fyrir í hugum þeirra og fer fyrirkomulag samstarfsins eftir því hvernig stendur á hjá LR hverju sinni. Það hefur sannarlega verið kærkomið tækifæri fyrir marga hópa að fá inni í húsinu, einkum þar sem framboð af heppilegu leikhúsrými er síst of mikið í Reykjavík. Á síðasta leikári frumsýndu sjálfstæð leikhús tíu nýjar sýningar í Borgarleikhúsinu auk þess sem þrjár eldri voru teknar upp frá fyrra leikári. Á sama leikári frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur sjö sýningar. Af þessu má sjá að sjálfstæðu leikhúsin áttu stóran þátt í því að hægt var að bjóða upp á fjölbreytta og kraftmikla dagskrá í Borgarleikhúsinu. Jafnan greiða sjálfstæðu leikhúsin allan kostnað af uppsetningunni úr eigin vasa og leggur LR ekkert fjármagn fram á móti. Framlag LR er í formi aðstoðar við leikhópinn sem fær inni í húsnæðinu án endurgjalds. Sjálfstæðu leikhúsin bera því allan launakostnað, efniskostnað svo sem tækni, búninga og sviðsmynd ásamt auglýsinga- og skrifstofukostnaði svo eitthvað sé nefnt. Fjármagnið sem fæst til sýninga sjálfstæðu leikhúsanna í formi styrkja og annarra beinna fjárframlaga dugar í fæstum tilfellum til að borga allan þennan kostnað. Þegar svo kemur að því að gera upp kassann eftir sýningar tekur LR yfirleitt í sinn hlut 40% af innkomunni, eftir að sýningarkostnaður hefur verið greiddur. Þó greiðir sjálfstæði leikhópurinn nánast allan meginkostnað við uppsetninguna og ber allt tapið ef um það er að ræða. Leikfélag Reykjavíkur krefst með öðrum orðum allt að 40% skatts af leikhópum sem fá aðgang að Borgarleikhúsinu. Í ljósi ummæla Stefáns Jóns hlýtur sú spurning að vakna hvort þetta sé gert með vitund og vilja borgaryfirvalda. Augljóst er að það hallar verulega á hlut sjálfstæðu leikhúsanna sem fá inni í Borgarleikhúsinu. Í kjölfar samnings borgarinnar við LR fer Bandalag sjálfstæðra leikhúsa fram á að viðræður verði hafnar hið fyrsta um aðkomu sjálfstæðu leikhúsanna að sýningum í Borgarleikhúsinu og framtíð sjálfstæðu leikhúsanna í Reykjavík. Greinarhöfundur er leikkona og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar