Sport

Óvæntur sigur Víkings

Nýliðar Víkings í Landsbankadeildinni komu verulega á óvart í kvöld er þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ÍA, 0-1, á Akranesi. Það var hinn stóri og stæðilegi framherji Víkinga, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, sem kom Víkingum yfir strax á 7. mínútu er hann skallaði aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar í netið. Skagamenn sóttu stíft eftir markið en tókst ekki að skora. Jermaine Palmer, lánsmaður frá Stoke, gulltryggði sigurinn síðan á 82. mínútu er hann færði sér í nyt mistök Reynis Leóssonar, varnarmanns ÍA, og kom boltanum fram hjá Þórði Þórðarsyni. Þetta var þriðja mark Palmers fyrir Víking í aðeins tveim leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×