Einn ötulasti talsmaðurinn 29. júní 2004 00:01 Evrópusambandið - Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi. Fyrir nokkru síðan rakst ég á klausu á heimasíðu Evrópusamtakanna sem mér þótti allmerkileg. Klausan var þessi: "Einn ötulasti talsmaður Evrópu[sambands]sinna, Eiríkur Bergmann Einarsson, var þann 26. mars sl. í þættinum Nei ráðherra á Útvarpi Sögu". Það merkilega við umrædda klausu er auðvitað það að hér er um að ræða nákvæmlega sama manninn og reglulega tjáir sig í fjölmiðlaviðtölum um Evrópumál sem hlutlaus fræðimaður, nú síðast fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er líka um að ræða nákvæmlega sama manninn og situr í aðalstjórn áðurnefndra Evrópusamtaka sem hafa það að markmiði sínu að Ísland gangi í Evrópusambandið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega að því hvernig annars ágætur einstaklingur eins og Eiríkur Bergmann geti tjáð sig um málefni tengd Evrópusambandinu á hlutlausan hátt sem fræðimaður á sama tíma og hann er virkur þátttakandi í þeirri pólitísku umræðu sem um málefnið er? Það er einfaldlega ekki hægt að gera þá ósanngjörnu kröfu til Eiríks, eða hvaða aðila annars í sömu stöðu, að hann tjái sig hlutlaust um þessi mál. Ég á a.m.k. afskaplega erfitt með að sjá Eirík fyrir mér koma afstöðu pólitískra andstæðinga sinna í þessum málum á framfæri - a.m.k. ekki til jafns við sín eigin sjónarmið. Það verður einfaldlega seint trúverðugt að stjórnmálamönnum sé stillt upp í fjölmiðlum sem hlutlausum stjórnmálaskýrendum. Slíkt gengur eðlilega ekki upp. Yrði t.a.m. almennt tekið mikið mark á því ef lögfræðingurinn Davíð Oddsson kæmi fram í fjölmiðlum og tjáði sig um Evrópumálin á þeim forsendum að hann væri hlutlaus fræðimaður? Eða ef sagnfræðingurinn Ögmundur Jónasson gerði slíkt hið sama? Sennilega yrði ekki of mikið um það. En engu að síður þykir sumum fjölmiðlum hér á landi greinilega ekkert eðlilegra en að stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er á kafi í pólitískri umræðu um Evrópusambandið, sé kallaður í viðtal sem hlutlaus umsagnaraðili um þau mál. Sennilega sjá flestir hversu einkennilegt þetta fyrirkomulag er. Varla er slíkur hörgull á fræðimönnum hér á landi á sviði Evrópumála að nánast sé ekki hægt að leita til annarra stjórnmálaskýrenda en aðila sem eru virkir talsmenn ákveðinna pólitískra sjónarmiða í umræðum um Evrópusambandið? Ég vil hvetja íslenzka fjölmiðlamenn til að taka sér þetta til umhugsunar. Að staðið sé að málum með þessum hætti getur varla talizt í samræmi við þau faglegu vinnubrögð sem þeir vilja án efa vera þekktir fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið - Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi. Fyrir nokkru síðan rakst ég á klausu á heimasíðu Evrópusamtakanna sem mér þótti allmerkileg. Klausan var þessi: "Einn ötulasti talsmaður Evrópu[sambands]sinna, Eiríkur Bergmann Einarsson, var þann 26. mars sl. í þættinum Nei ráðherra á Útvarpi Sögu". Það merkilega við umrædda klausu er auðvitað það að hér er um að ræða nákvæmlega sama manninn og reglulega tjáir sig í fjölmiðlaviðtölum um Evrópumál sem hlutlaus fræðimaður, nú síðast fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er líka um að ræða nákvæmlega sama manninn og situr í aðalstjórn áðurnefndra Evrópusamtaka sem hafa það að markmiði sínu að Ísland gangi í Evrópusambandið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega að því hvernig annars ágætur einstaklingur eins og Eiríkur Bergmann geti tjáð sig um málefni tengd Evrópusambandinu á hlutlausan hátt sem fræðimaður á sama tíma og hann er virkur þátttakandi í þeirri pólitísku umræðu sem um málefnið er? Það er einfaldlega ekki hægt að gera þá ósanngjörnu kröfu til Eiríks, eða hvaða aðila annars í sömu stöðu, að hann tjái sig hlutlaust um þessi mál. Ég á a.m.k. afskaplega erfitt með að sjá Eirík fyrir mér koma afstöðu pólitískra andstæðinga sinna í þessum málum á framfæri - a.m.k. ekki til jafns við sín eigin sjónarmið. Það verður einfaldlega seint trúverðugt að stjórnmálamönnum sé stillt upp í fjölmiðlum sem hlutlausum stjórnmálaskýrendum. Slíkt gengur eðlilega ekki upp. Yrði t.a.m. almennt tekið mikið mark á því ef lögfræðingurinn Davíð Oddsson kæmi fram í fjölmiðlum og tjáði sig um Evrópumálin á þeim forsendum að hann væri hlutlaus fræðimaður? Eða ef sagnfræðingurinn Ögmundur Jónasson gerði slíkt hið sama? Sennilega yrði ekki of mikið um það. En engu að síður þykir sumum fjölmiðlum hér á landi greinilega ekkert eðlilegra en að stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er á kafi í pólitískri umræðu um Evrópusambandið, sé kallaður í viðtal sem hlutlaus umsagnaraðili um þau mál. Sennilega sjá flestir hversu einkennilegt þetta fyrirkomulag er. Varla er slíkur hörgull á fræðimönnum hér á landi á sviði Evrópumála að nánast sé ekki hægt að leita til annarra stjórnmálaskýrenda en aðila sem eru virkir talsmenn ákveðinna pólitískra sjónarmiða í umræðum um Evrópusambandið? Ég vil hvetja íslenzka fjölmiðlamenn til að taka sér þetta til umhugsunar. Að staðið sé að málum með þessum hætti getur varla talizt í samræmi við þau faglegu vinnubrögð sem þeir vilja án efa vera þekktir fyrir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar