Árásirnar á Baug 28. júní 2004 00:01 Atvinnurekstur - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Af hverju eru sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyrirtæki Baugs, eins og Bónus, misnotað aðstöðu sína á markaðinum? Hefur Bónus brotið samkeppnislög? Nei, þvert á móti. Bónus hefur lækkað vöruverð meira á markaðinum en nokkur önnur smásöluverslun. Bónus hefur fært þjóðinni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs. En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus? Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum. Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus. Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugnaði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrirtæki. Menn þekkja framhaldið, sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs, en íslenski hluti Baugs (starfsemin hér) heitir nú Hagar. Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undraverðum árangri, ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar, Jóns Ásgeirs. Menn hefðu talið, að allir, ekki síst sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast. Þess vegna skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðisflokksins ræðst á Baug og er óánægð með velgengni fyrirtækisins. Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð. En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boðskap, heldur keyptu 20% í bankanum, ef ég man rétt. Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá leyfi hjá forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum kaupum. Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta. Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á atvinnurekstri. Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undanfarin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug. Og þegar "Kolkrabbinn" var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu. Eftirlitsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum degi. Mikil eignatengsl voru milli Eimskips, Flugleiða og Sjóvá-Almennra. Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir þeim. Þar voru "réttir" auðmenn við völd. Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtækin, Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Sjálfstæðismenn gerðu engar athugasemdir við það. Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja. Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirtæki, sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi. Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum. Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir sjálfstæðismenn! Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki, ef þau misnota ekki aðstöðu sína. Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka. Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðshlutdeild Bónus á matvörumarkaði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla, að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11 og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld ekki til þessa orðið þess vör, að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekstur - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Af hverju eru sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyrirtæki Baugs, eins og Bónus, misnotað aðstöðu sína á markaðinum? Hefur Bónus brotið samkeppnislög? Nei, þvert á móti. Bónus hefur lækkað vöruverð meira á markaðinum en nokkur önnur smásöluverslun. Bónus hefur fært þjóðinni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs. En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus? Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum. Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus. Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugnaði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrirtæki. Menn þekkja framhaldið, sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs, en íslenski hluti Baugs (starfsemin hér) heitir nú Hagar. Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undraverðum árangri, ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar, Jóns Ásgeirs. Menn hefðu talið, að allir, ekki síst sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast. Þess vegna skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðisflokksins ræðst á Baug og er óánægð með velgengni fyrirtækisins. Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð. En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boðskap, heldur keyptu 20% í bankanum, ef ég man rétt. Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá leyfi hjá forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum kaupum. Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta. Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á atvinnurekstri. Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undanfarin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug. Og þegar "Kolkrabbinn" var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu. Eftirlitsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum degi. Mikil eignatengsl voru milli Eimskips, Flugleiða og Sjóvá-Almennra. Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir þeim. Þar voru "réttir" auðmenn við völd. Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtækin, Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Sjálfstæðismenn gerðu engar athugasemdir við það. Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja. Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirtæki, sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi. Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum. Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir sjálfstæðismenn! Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki, ef þau misnota ekki aðstöðu sína. Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka. Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðshlutdeild Bónus á matvörumarkaði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla, að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11 og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld ekki til þessa orðið þess vör, að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðinum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun