Árásirnar á Baug 28. júní 2004 00:01 Atvinnurekstur - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Af hverju eru sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyrirtæki Baugs, eins og Bónus, misnotað aðstöðu sína á markaðinum? Hefur Bónus brotið samkeppnislög? Nei, þvert á móti. Bónus hefur lækkað vöruverð meira á markaðinum en nokkur önnur smásöluverslun. Bónus hefur fært þjóðinni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs. En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus? Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum. Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus. Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugnaði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrirtæki. Menn þekkja framhaldið, sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs, en íslenski hluti Baugs (starfsemin hér) heitir nú Hagar. Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undraverðum árangri, ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar, Jóns Ásgeirs. Menn hefðu talið, að allir, ekki síst sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast. Þess vegna skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðisflokksins ræðst á Baug og er óánægð með velgengni fyrirtækisins. Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð. En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boðskap, heldur keyptu 20% í bankanum, ef ég man rétt. Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá leyfi hjá forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum kaupum. Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta. Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á atvinnurekstri. Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undanfarin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug. Og þegar "Kolkrabbinn" var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu. Eftirlitsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum degi. Mikil eignatengsl voru milli Eimskips, Flugleiða og Sjóvá-Almennra. Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir þeim. Þar voru "réttir" auðmenn við völd. Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtækin, Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Sjálfstæðismenn gerðu engar athugasemdir við það. Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja. Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirtæki, sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi. Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum. Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir sjálfstæðismenn! Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki, ef þau misnota ekki aðstöðu sína. Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka. Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðshlutdeild Bónus á matvörumarkaði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla, að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11 og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld ekki til þessa orðið þess vör, að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekstur - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur. Af hverju eru sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyrirtæki Baugs, eins og Bónus, misnotað aðstöðu sína á markaðinum? Hefur Bónus brotið samkeppnislög? Nei, þvert á móti. Bónus hefur lækkað vöruverð meira á markaðinum en nokkur önnur smásöluverslun. Bónus hefur fært þjóðinni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs. En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus? Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum. Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus. Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugnaði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrirtæki. Menn þekkja framhaldið, sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs, en íslenski hluti Baugs (starfsemin hér) heitir nú Hagar. Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undraverðum árangri, ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar, Jóns Ásgeirs. Menn hefðu talið, að allir, ekki síst sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast. Þess vegna skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðisflokksins ræðst á Baug og er óánægð með velgengni fyrirtækisins. Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð. En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boðskap, heldur keyptu 20% í bankanum, ef ég man rétt. Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá leyfi hjá forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum kaupum. Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta. Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á atvinnurekstri. Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undanfarin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug. Og þegar "Kolkrabbinn" var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu. Eftirlitsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum degi. Mikil eignatengsl voru milli Eimskips, Flugleiða og Sjóvá-Almennra. Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir þeim. Þar voru "réttir" auðmenn við völd. Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtækin, Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Sjálfstæðismenn gerðu engar athugasemdir við það. Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja. Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirtæki, sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi. Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum. Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir sjálfstæðismenn! Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki, ef þau misnota ekki aðstöðu sína. Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka. Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðshlutdeild Bónus á matvörumarkaði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla, að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11 og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld ekki til þessa orðið þess vör, að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðinum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar