Að vera eða vera ekki 26. júní 2004 00:01 Umræðan - Guðbrandur Einarsson skrifar um Varnarliðið. Þessa dagana dynur yfir okkur Suðunesjamenn enn ein bylgja uppsagna starfsmanna hjá Varnarliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðarmót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóvember sl. Þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Málið er grafalvarlegt, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólíðandi og óverjandi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfssemi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæðum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim uppæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfssemi varnarliðsins hér á landi, sem kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öllum norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endurskipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfirstjórn starfssemi varnarliðsins hér á landi sé niðri í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslendinga og Bandaríkjamanna. Afleiðingin er að ráðamenn hér eru nánast áhorfendur að því sem er að gerast, án þess að fá rönd við reist. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflugvelli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlileg að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnarliðsins komi og þá vörnum landsins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starfssemi varnarliðsins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra?Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suðurnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnarliðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna uppbyggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau, ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð, hrint af stað ýmsum átaksverkefnum sem einnig hafa slegið á atvinnuleysi. Sem betur fer er ýmislegt fleira í farvatninu s.s fjölgun starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi Stálpípuverksmiðja í Helguvík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskólanum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem myndi örugglega hafa jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðið. Það mætti því með góðu móti halda því fram að atvinnuhorfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnarliðinu. Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkjamenn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnarhagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöðinni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í Nato nægi ekki, því að árás á eitt Nato ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða á starfssemi varnarliðsins hér á landi, að að horfast í augu við þetta og fara að spyrja annara spurninga. Erum við kannski komin að þeim tímapunkti að við eigum að fara að velta fyrir hvernig hægt sé að semja um brottför hersins í áföngum og leggja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varnarliðsins sem þurfa endumenntunar við, til þess að komast aftur inn á almennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á Nato fundinn sem hefst í Tyrklandi næstu viku? Greinarhöfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Umræðan - Guðbrandur Einarsson skrifar um Varnarliðið. Þessa dagana dynur yfir okkur Suðunesjamenn enn ein bylgja uppsagna starfsmanna hjá Varnarliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðarmót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóvember sl. Þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Málið er grafalvarlegt, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólíðandi og óverjandi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfssemi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæðum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim uppæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfssemi varnarliðsins hér á landi, sem kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öllum norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endurskipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfirstjórn starfssemi varnarliðsins hér á landi sé niðri í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslendinga og Bandaríkjamanna. Afleiðingin er að ráðamenn hér eru nánast áhorfendur að því sem er að gerast, án þess að fá rönd við reist. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflugvelli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlileg að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnarliðsins komi og þá vörnum landsins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starfssemi varnarliðsins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra?Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suðurnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnarliðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna uppbyggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau, ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð, hrint af stað ýmsum átaksverkefnum sem einnig hafa slegið á atvinnuleysi. Sem betur fer er ýmislegt fleira í farvatninu s.s fjölgun starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi Stálpípuverksmiðja í Helguvík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskólanum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem myndi örugglega hafa jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akureyri hefur haft á Eyjafjarðarsvæðið. Það mætti því með góðu móti halda því fram að atvinnuhorfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnarliðinu. Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkjamenn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnarhagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöðinni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í Nato nægi ekki, því að árás á eitt Nato ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða á starfssemi varnarliðsins hér á landi, að að horfast í augu við þetta og fara að spyrja annara spurninga. Erum við kannski komin að þeim tímapunkti að við eigum að fara að velta fyrir hvernig hægt sé að semja um brottför hersins í áföngum og leggja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varnarliðsins sem þurfa endumenntunar við, til þess að komast aftur inn á almennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á Nato fundinn sem hefst í Tyrklandi næstu viku? Greinarhöfundur er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun