Skoðun

Fjölmiðlar hvergi frjálsari

Sjálfstæðisflokkurinn heldur úti heimasíðu á netinu með margvíslegum fróðleik. Er slóðin xd.is. Neðst á síðunni birtast ýmis slagorð úr stefnuskrá og kosningabaráttu flokksins undir fyrirsögninni "Af hverju XD?". Athygli vekur að eitt þeirra er: "Minnst spilling og fjölmiðlar hvergi frjálsari". Í ljósi hamagangs formanns Sjálfstæðisflokksins að undanförnu verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þetta fái að standa. Þ.e.a.s. ummælin um fjölmiðlana. Hitt efast varla nokkur maður um að íslenskt þjóðfélag er laust við spillingu.Eða hvað? Borgarvæðing Víðtæk samstaða þvert á flokkslínur virðist vera um þá stefnu að ríkið standi ekki í atvinnurekstri í samkeppni við einkafyrirtæki á almennum markaði. Einkavæðingin er löngu hætt að vera sérmál Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna kemur á óvart þegar oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, Alfreð Þorsteinsson, talar um það aftur og aftur, í fullri alvöru að því er virðist, að Orkuveitan kaupi Símann þegar hann verður einkavæddur. Hver er munurinn á því að borgin reki fyrirtæki í samkeppni við einkaaðila og að ríkið reki slíkt fyrirtæki? Er hér ekki einhver djúpstæður misskilningur á ferðinni?



Skoðun

Sjá meira


×