Lífið

Börnin blogga

Fimmtíu og tvö prósent þeirra sem halda dagbók, eða blogga, á netinu eru á aldrinum þrettán til sextán ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Tæknivals. Þá kemur fram að lítill munur er á bloggi drengja og stúlkna en áður hafði verið talið að stúlkur væru betri í slíkum samskiptum og blogguðu oftar. Rannsókn á þessu var gerð við Georgetown háskóla í Bandaríkjunum en aðstandendur hennar telja mikið áhyggjuefni hversu duglegt unga fólkið sé að opinbera einkalíf sitt í dagbókarskrifunum, til dæmis með því að upplýsa um netföng sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.